Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 22:28 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni. Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar ætlar sér langt á vettvangi stjórnmálanna og hyggst njóta þess eins lengi og hún getur að sinna þingstörfum. Áslaug Arna var gestur Sindra Sindrasonar í Íslandi í dag. Farið var um víðan völl en Áslaug ræddi um áherslur sínar í pólitík, mál sem hún brennur fyrir á Alþingi og framtíðardrauma sína á vettvangi stjórnmálanna. „Svo eru stjórnmálin svo óútreiknanleg. Það er ótrúlega erfitt að segja til um það hvað gerist og hvað maður er lengi í þessu og hvenær maður vill gera eitthvað annað. Ég held við þurfum líka að gera stjórnmálin að þannig vettvangi að það sé eftirsóknarvert að komast þangað, að það séu fleiri sem gefi sig að stjórnmálum og berjist fyrir því að komast þangað vegna þess að við þurfum fjölbreytt fólk og alls konar fólk,“ sagði Áslaug. Aðspurð hvað hún ætlaði sér í stjórnmálum sagði Áslaug: „Ég vil fara langt“.Vill gera iðnmenntun hærra undir höfði Áslaug segir að andrúmsloftið á Alþingi hafi verið fremur skrítið undanfarna daga, meðal annars vegna Klaustursmálsins. Það hafi tekið athygli frá mikilvægum málum sem verið sé að vinna að í þinginu. „Stemningin hefur kannski alveg verið betri en ríkisstjórnarsamstarfið gengur vel og það er gaman að vinna að öllum þessum málum sem við erum að gera og auðvitað finnst manni að þau mættu fá meiri athygli þessa dagana.“ Undanfarið hefur Áslaug Arna ötullega að því að breyta viðhorfum í garð iðnmenntunar. Hún vill gera henni hærra undir höfði og gera fólki í iðngeiranum kleift að sækja sér meiri menntun. Þá segist hún vinna að því að auðvelda málsmeðferð um nálgunarbann sem hafi verið þung í vöfum. Hún kynntist því í störfum sínum sem lögreglufulltrúi eitt sumarið. „Það er komið í nefnd núna og gæti orðið að lögum mjög fljótlega vona ég,“ segir Áslaug.Áslaug Arna hefur lagt sig fram um að sinna fjölbreyttum störfum.Starf lögreglumannsins gefandi Hún segir að það hafi verið afar gefandi að starfa sem lögreglumaður. Það hafi í raun verið einstakt. „því felst er að vera mikið innan um fólk og eiga við fólk. Og koma auðvitað að erfiðum aðstæðum en þú ert alltaf að gefa af þér og hjálpa og að gera það besta í þeim aðstæðum sem eru búnar að skapast.“Hér að neðan er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.
Alþingi Tengdar fréttir Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30 Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Þeir sem ala á neikvæðni verða á endanum undir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins, Bára Halldórsdóttir aktívisti og Magga Stína, tónlistarkona og nýr formaður Samtaka leigjenda, settust á rökstóla nú rétt fyrir jól. Þær eru ólíkar en e 22. desember 2018 07:30
Áslaug Arna leggur til opnari háskóla Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu. 7. janúar 2019 06:00
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26