Valdimar missti sjónina og fór út í grín: Með æxli á stærð við sítrónu sem finnst oftast í konum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 10:30 Valdimar er bjartsýnn maður að eðlisfari. Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar. Ísland í dag Uppistand Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Hvernig tekur maður því að verða skyndilega alveg blindur á fullorðinsaldri. Það er ekki auðvelt að setja sig í þau spor. Ljósmyndarinn Valdimar Sverrisson varð blindur þegar hann fór í heilaskurðaðgerð þar sem fjarlægja þurfti góðkynja heilaæxli. Vala Matt hitti Valdimar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Valdimar ákvað að þunglyndi myndi ekki gera ástandið betra og tók því þá meðvituðu ákvörðun að bregðast við þessu áfalli með því að nota jákvæðni sem vopn og einnig ákvað hann að nota húmor til þess að gera ástandið bærilegra og fór hreinlega í uppistand og grín. „Vorið 2015 er ég orðinn ansi fjarsýnn og ég talaði við vin minn sem er gleraugnasali. Ég ætlaði bara að fara til hans í augnmælingu og fá hjá honum gleraugu. Ég sagði honum jafnframt að það læki stundum glær vökvi úr auganu á mér,“ segir Valdimar. „Hann sagði mér að fara til augnlæknis og athuga hvort það sé ekki allt eins og það eigi að vera. Þarna var ég kominn með heilaæxli sem pressar á framheilan. Það hefur áhrif á framtaks og sinnuleysi, skap og svefn og ég kom mér aldrei til augnlæknis. Svo gerði æxlið það að verkum að ég var orðinn kexruglaður, eins og ég vill orða það, og farinn að skrópa í vinnunni. Svo einn daginn sem ég er að skrópa í vinnunni ákvað ég að fara til Jóa og kaupa mér gleraugu. Hann spyr mig strax hvort ég sé búinn að fara til augnlæknis og ég svara því neitandi,“ segir Valdimar en vinur hans fór einfaldlega með hann á hæðina fyrir ofan og kom honum til augnlæknis. „Ég fæ tíma þremur dögum síðar og sem betur fer mæti ég í þennan tíma. Augnlæknirinn sér strax að þarna er eitthvað mikið í gangi,“ segir Valdimar sem var sendur beina leið á Borgarspítalann. „Um kvöldið er ég myndaður og þá kemur í ljós að ég er með góðkynja heilaæxli á stærð við sítrónu sem hefur væntanlega vaxið í 10-15 ár.“ Læknirinn segir fyrst við Valdimar að svona æxli finnist vanalega í eldri konum. „Þá svaraði ég strax. Já, en þið hafið ekki skoðað mig fyrir neðan mitti,“ segir Valdimar sem hefur notað húmorinn í gegnum allt ferlið og er farinn að halda uppistand. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Valdimar sýnir sínar bestu hliðar.
Ísland í dag Uppistand Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira