Sport

Körfuboltakonur segja frá reynslu sinni á súpufundi um heilahristing

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landsliðsmiðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir er nýkomin aftur af stað eftir langa fjarveru eftir að hafa fengið heilahristing.
Landsliðsmiðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir er nýkomin aftur af stað eftir langa fjarveru eftir að hafa fengið heilahristing. Vísir/Daníel
Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands munu standa fyrir súpufundi um heilahristing í næstu viku. Tveir leikmenn úr Domino´s deild kvenna í körfubolta munu meðal annars segja frá reynslu sinni.

Súpufundurinn fer fram á þriðju hæð í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Viðfangsefnið er höfuðhögg/heilahristingur í íþróttum.

Þar mun Lára Ósk Eggertsdóttir Classens sem er læknir á bráðamóttöku halda fyrirlestur og Ragna Margrét Brynjarsdóttir, mastersnemi í sálfræði og María Björnsdóttir, sjúkraþjálfari, segja reynslusögur, en þær eru báðar körfuboltakonur sem fengu heilahristing í fyrra.

Landsliðsmiðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir er nýbyrjuð aftur að spila með Stjörnunni í Domino´s deild kvenna en María Björnsdóttir er ekki enn byrjuð að spila með Snæfelli.

Frítt er á viðburðinn og boðið verður upp á súpu og brauð. Það þarf hins vegar að skrá sig sem er hægt hér.

Viðburðurinn veitir 2 endurmenntunarstig til þeirra þjálfara sem eru með UEFA/KSÍ A eða UEFA/KSÍ B þjálfararéttindi.

Sýnt verður beint frá fyrirlestrinum á miðlum KSÍ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×