Seðlabankinn á 320 málverk Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2019 13:00 Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við eitt af ómetanlegum verkum bankans: Gunnlaugur Scheving er ekki líklegur til að koma raski á sálarlíf nokkurs manns. fbl/stefán Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Jóhanni Stefánssyni ritstjóra hjá Seðlabankanum á bankinn 320 málverk, verk sem bankinn hefur eignast frá upphafi. Þar af eru 6 málverk eftir Gunnlaug Blöndal. Talsverð umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að spurðist að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal. Um er að ræða módelteikningu; málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Yfirmenn með myndir af berum konum á skrifstofum sínum Að sögn Stefáns Jóhanns var þetta í kjölfar umræðna innan bankans: „Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig. Með hliðsjón af jafnréttisstefnu, stefnu gegn einelti og áreitni var ákveðið að bregðast við þessum ábendingum, meðal annars með hliðsjón af jafnréttisáætlun.“Verk eftir Gunnlaug Blöndal. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða verk það er eftir Blöndal sem er nú í geymslu.Hér er um að ræða verk sem bankinn fékk við stofnun, eftir að slitið var á tengslin við Landsbanka Íslands árið 1961, og hefur keypt, einkum á fyrstu áratugum eftir stofnunina. Verkin eru flest á veggjum á skrifstofum, vinnurýmum og göngum. Einhver verk geta verið í geymslu hverju sinni.Tvö verk eftir Blöndal tekin niður Leiða má líkur að því að í öðru tilvika sé um að ræða verk sem sjá má hér ofar en Grétar Þór Sigurðsson háskólanemi segir á Twittersíðu sinni: „Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ.“Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy sem fór fyrir brjóstið á stjórnmálamönnum á borð við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Nanna Hermannsdóttir segir að Freethenipple snúist um að konur ráði því sjálfar hvernig þær birtast á opinberum vettvangi, ekki að ber brjóst tabú sem slík.Mynd/Markús AndersenStefán Jóhann segist síður vilja upplýsa um hvaða mynd, eða myndir, er að tefla en tvær Blöndals-myndir voru teknar niður af veggjum Seðlabankans í kjölfar umræðunnar; hann vill að fyrirhuguð sýning Seðlabankans á Safnanóttu 8. febrúar næstkomandi komi að einhverju leyti á óvart. Erling Jóhannesson forseti BÍL hefur gagnrýnt það meðal annars að ekki liggi fyrir nægjanlegar upplýsingar um listaverkaeign bankans og hefur lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hvernig staðið er að varðveislu þessara verka sem eru eftir marga af okkar helstu myndlistarmönnum og þannig dágóður biti listasögu okkar, sem ekki er löng í myndlistinni.Rannveig haft myndina fyrir augum Ekki er ofsagt að segja umræðuna hafa flengst um víðan völl, svo sem hefur átakið Free the nipple verið nefnt til sögunnar; hvort hugsanlega megi greina þar mótsögn í því að Jafnréttisstofa hafi ráðlagt Seðlabankamönnum að taka myndina niður af jafnréttisástæðum þegar litið er til hins vel heppnaða átaks Free the nipple?Rannveig Sigurðardóttir nú aðstoðarseðlabankastjóri er ein þeirra sem mátti hafa hina umdeildu mynd, eða myndir, fyrir augunum.Vísir/Egill AðalsteinssonEn, Nanna Hermannsdóttir, sem var einn helsti forystumaður þeirrar hreyfingar, hefur bent á að grundvöllur þess átaks hafi einmitt verið það meðal annars að konur réðu því hvernig líkami þeirra er fram settur. Nanna er dóttir Rannveigar Sigurðardóttur sem var skipuð aðstoðarseðlabankastjóri í sumar þegar Arnór Sighvatsson lét af störfum eftir fimm ára starf. Eins og sjá má á orðum Stefáns Jóhanns voru verkin sem tekin voru niður á skrifstofum yfirmanna, Rannveig auk nokkurra annarra umsækjenda starfaði í Seðlabankanum þannig að víst er að hún þekki verkið harla vel. Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Rannveig skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra Alls sóttu fjórtán um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 21. febrúar síðastliðinn. 21. júní 2018 15:48 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Jóhanni Stefánssyni ritstjóra hjá Seðlabankanum á bankinn 320 málverk, verk sem bankinn hefur eignast frá upphafi. Þar af eru 6 málverk eftir Gunnlaug Blöndal. Talsverð umræða hefur sprottið fram í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum eftir að spurðist að bankinn hafi, af tillitssemi og vegna kvörtunar sem kom frá starfsfólki og að höfðu samráði við Jafnréttisstofu, tekið niður málverk eftir Gunnlaug Blöndal. Um er að ræða módelteikningu; málverk af berbrjósta konu sem máluð var um miðja síðustu öld.Yfirmenn með myndir af berum konum á skrifstofum sínum Að sögn Stefáns Jóhanns var þetta í kjölfar umræðna innan bankans: „Starfsmenn hafa lýst þeirri skoðun sinni að ekki sé æskilegt að konur þurfi að bera upp erindi sín við karlkyns yfirmenn með málverk af berum konum fyrir framan sig. Með hliðsjón af jafnréttisstefnu, stefnu gegn einelti og áreitni var ákveðið að bregðast við þessum ábendingum, meðal annars með hliðsjón af jafnréttisáætlun.“Verk eftir Gunnlaug Blöndal. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvaða verk það er eftir Blöndal sem er nú í geymslu.Hér er um að ræða verk sem bankinn fékk við stofnun, eftir að slitið var á tengslin við Landsbanka Íslands árið 1961, og hefur keypt, einkum á fyrstu áratugum eftir stofnunina. Verkin eru flest á veggjum á skrifstofum, vinnurýmum og göngum. Einhver verk geta verið í geymslu hverju sinni.Tvö verk eftir Blöndal tekin niður Leiða má líkur að því að í öðru tilvika sé um að ræða verk sem sjá má hér ofar en Grétar Þór Sigurðsson háskólanemi segir á Twittersíðu sinni: „Módel, um 1950-55, olía, 70 x 90 cm. Þetta er ein þriggja mynda í eigu Seðlabankans sem sýnd var á yfirlitssýningu á verkum Gunnlaugs Blöndal í LÍ árið 2006 og sú eina sem sýnir nekt. Því má leiða að því líkur að þetta sé verkið sem fór svo fyrir brjóstið á starfsmönnum SÍ.“Þessi mynd er hluti af sýningunni Demoncrazy sem fór fyrir brjóstið á stjórnmálamönnum á borð við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Nanna Hermannsdóttir segir að Freethenipple snúist um að konur ráði því sjálfar hvernig þær birtast á opinberum vettvangi, ekki að ber brjóst tabú sem slík.Mynd/Markús AndersenStefán Jóhann segist síður vilja upplýsa um hvaða mynd, eða myndir, er að tefla en tvær Blöndals-myndir voru teknar niður af veggjum Seðlabankans í kjölfar umræðunnar; hann vill að fyrirhuguð sýning Seðlabankans á Safnanóttu 8. febrúar næstkomandi komi að einhverju leyti á óvart. Erling Jóhannesson forseti BÍL hefur gagnrýnt það meðal annars að ekki liggi fyrir nægjanlegar upplýsingar um listaverkaeign bankans og hefur lýst því yfir að það sé áhyggjuefni hvernig staðið er að varðveislu þessara verka sem eru eftir marga af okkar helstu myndlistarmönnum og þannig dágóður biti listasögu okkar, sem ekki er löng í myndlistinni.Rannveig haft myndina fyrir augum Ekki er ofsagt að segja umræðuna hafa flengst um víðan völl, svo sem hefur átakið Free the nipple verið nefnt til sögunnar; hvort hugsanlega megi greina þar mótsögn í því að Jafnréttisstofa hafi ráðlagt Seðlabankamönnum að taka myndina niður af jafnréttisástæðum þegar litið er til hins vel heppnaða átaks Free the nipple?Rannveig Sigurðardóttir nú aðstoðarseðlabankastjóri er ein þeirra sem mátti hafa hina umdeildu mynd, eða myndir, fyrir augunum.Vísir/Egill AðalsteinssonEn, Nanna Hermannsdóttir, sem var einn helsti forystumaður þeirrar hreyfingar, hefur bent á að grundvöllur þess átaks hafi einmitt verið það meðal annars að konur réðu því hvernig líkami þeirra er fram settur. Nanna er dóttir Rannveigar Sigurðardóttur sem var skipuð aðstoðarseðlabankastjóri í sumar þegar Arnór Sighvatsson lét af störfum eftir fimm ára starf. Eins og sjá má á orðum Stefáns Jóhanns voru verkin sem tekin voru niður á skrifstofum yfirmanna, Rannveig auk nokkurra annarra umsækjenda starfaði í Seðlabankanum þannig að víst er að hún þekki verkið harla vel.
Menning Myndlist Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53 Rannveig skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra Alls sóttu fjórtán um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 21. febrúar síðastliðinn. 21. júní 2018 15:48 Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30 Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45 Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sjá meira
Seðlabankinn sýnir hin umdeildu verk Blöndals Verkin tekin niður með hliðsjón af jafnréttisstefnu. 21. janúar 2019 15:53
Rannveig skipuð í embætti aðstoðarseðlabankastjóra Alls sóttu fjórtán um embættið sem auglýst var laust til umsóknar 21. febrúar síðastliðinn. 21. júní 2018 15:48
Nektarlist í Seðlabanka komið fyrir í geymslu Eftir skoðun innan Seðlabankans varð niðurstaða stjórnenda sú að málverk sem innihalda nekt eftir Gunnlaug Blöndal skuli fjarlægð úr almennum vinnusvæðum og skrifstofum yfirmanna. 19. janúar 2019 08:30
Tepruskapur og púrítanismi sagður ráða ríkjum í Seðlabankanum Bandalag listamanna gerir alvarlegar athugasemdir við að listaverk séu falin á vafasömum forsendum. 21. janúar 2019 13:45
Segir sorglegt að sjá #freethenipple notað til réttlætingar Nanna Hermannsdóttir, ein þeirra sem stóðu að baki #freethenipple byltingunni á sínum tíma, segir sorglegt að heyra fólk nota nafn brjóstabyltingarinnar til þess að réttlæta sjónarmið sem hún sneri í raun gegn. 22. janúar 2019 10:28