Ole Gunnar sagði MUTV frá deginum þegar honum var boðið Man. Utd starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 13:00 Ole Gunnar Solskjær. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira