Ole Gunnar sagði MUTV frá deginum þegar honum var boðið Man. Utd starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 13:00 Ole Gunnar Solskjær. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Sjá meira