Ole Gunnar sagði MUTV frá deginum þegar honum var boðið Man. Utd starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 13:00 Ole Gunnar Solskjær. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira