Ole Gunnar sagði MUTV frá deginum þegar honum var boðið Man. Utd starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 13:00 Ole Gunnar Solskjær. Getty/Matthew Peters Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær lenti í miklum rússíbana daginn þegar hann fékk símtalið óvænta frá Old Trafford og var boðið að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Norðmaðurinn ætlaði meðal annars aldrei að ná í manninn sem hann vildi fá sem aðstoðarmann sinn og einn af fyrstu mönnunum sem hann leitaði ráða hjá var Sir Alex Ferguson. Ole Gunnar Solskjær hefur gert frábæra hluti í fyrstu átta leikjum sínum með Manchester United og er fyrsti stjórinn í sögu þessa merka félags sem vinnur átta fyrstu leiki sína. Solskjær fór yfir fyrstu vikurnar í viðtali við MUTV og ræddi meðal annars um það hvernig það kom til að hann tók stjórnarstarfið að sér og hvernig þessir fyrstu dagar voru hjá honum. „Ég fékk símtal einn morguninn og var að reyna að átta mig á því hvað var í gangi. Þetta er samt eitt af því sem þú getur ekki sagt nei við,“ sagði Ole Gunnar Solskjær við MUTV. „Þú getur ekki sagt nei út af áskoruninni en einnig af því að þetta var félagið sem er næst hjarta þínu. Ef þeim finnst að ég sé rétti maðurinn í starfið þá er ég alltaf klár,“ sagði Solskjær. „Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning hjá Molde og ég fór og spurði hvort að það væri einhver leið til að redda þessu. Það var ekkert vandamál,“ sagði Solskjær. „Næst á dagskrá var að átta mig á því hver væri rétti maðurinn til að koma með mér í þetta. Ég reyndi að ná í Mike en það var ekki auðvelt því hann var með þjálfaranámskeið í Burnley eða eitthvað slíkt,“ rifjaði Solskjær upp. Mike Phelan er aðstoðarmaður hans hjá Manchester United. „Ég náði ekki í Mike fyrr en klukkan þrjú eða fjögur um daginn og ég þurfti að gefa honum tíma til að koma sínum hlutum á hreint í Ástralíu. Þetta var dæmi um það þegar allt gerist svo hratt. Ég þekki Mick svo vel að við ákváðum bara að láta reyna á þetta,“ sagði Solskjær. Ole Gunnar talaði líka um samskipti sín við Sir Alex Ferguson sigursælasta knattspyrnustjórann í sögu enska boltans. „Ég sendi honum skilaboð þegar ég fékk símtalið og fékk hans blessun ef við getum sagt sem svo. Við höfum haldið sambandi í gegnum árin og hann taldi að ég væri tilbúinn í þetta. Hann hefur fylgst með mér hjá Molde og hjá Cardiff. Það var því fullkomlega eðlilegt skref fyrir mig að hafa samband við hann,“ sagði Solskjær. „Hann kom síðan í heimsókn til okkar og ræddi við mig og starfsfólkið sem var frábært. Við vitum það að hann veit allt um fótbolta. Hann er samt að verða gamall og ég get ekki hringt í hann í hverri viku. Ég hitt hann samt eftir leikina í svítunni hans á Old Trafford. Það er alltaf gaman að sjá hann þar í kringum vini sína,“ sagði Solskjær. Það er hægt að horfa á allt MUTV-viðtalið við Ole Gunnar Solskjær með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira