Fótbolti

Mbappe á skotskónum í sigri PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe skoraði annað mark PSG.
Mbappe skoraði annað mark PSG. vísir/getty

PSG lenti í litlum vandræðum með botnbaráttulið Amiens en frönsku meistararnir unnu öruggan 3-0 sigur í kvöld.

Staðan var markalaus í hálfleik en gestirnir frá París fengu vítaspyrnu á 57. mínútu. Það var Edinson Cavani sem fór á punktinn og skoraði af öryggi.

Þrettán mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Eftir frábæra sendingu Cavani skoraði Kylian Mbappe og níu mínútum síðar skoraði Marquinhos þriðja markið eftir undirbúning Julian Draxler.

PSG er með þrettán stiga forskot á toppi deildarinnar og á tvo leiki til góða á Lille. Ótrúleg einstefna. Amiens er í sautjánda sætinu, tveimur stigum frá fallsæti.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.