Bein útsending: Auður Ava ríður á vaðið í Norræna húsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 18:45 Auður Ava er margverðlaunaður rithöfundur. FBL/Sigtryggur Ari Auður Ava Ólafsdóttir verður í aðalhlutverki á fyrsta Höfundakvöldi Norræna hússins af fjórum sem fram fer í kvöld. Auður Ava er sem kunnugt er handhafi Norrænu bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir skáldsögu sína Ör. Höfundakvöldið hefst klukkan 19:30 og má sjá streymi Norræna hússins hér að neðan. Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðum sem fara fram á íslensku, skandinavísku og ensku. Auður Ava Ólafsdóttir (1958) hefur kennt listfræði og listasögu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður Ava hefur sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasögulegt efni í ýmsum fjölmiðlum. Auður Ava er einn þekktasti rithöfundur Íslands og hefur sent frá sér sex skáldsögur, ljóðasafn, leikrit auk þess sem hún hefur skrifað texta fyrir íslensku hljómsveitina Milkywhale. Fyrsta skáldsaga Auðar Övu var Upphækkuð jörð sem kom út 1998 og sex árum síðar kom út skáldsagan Rigning í nóvember en fyrir hana hlaut Auður Ava Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunabókin Afleggjarinn kom út 2007 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Skáldsagan Ör fimmta bók Auðar Övu og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í bókinni segir frá Jónasi Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél. Með undirliggjandi húmor veltir Auður Ava upp aðkallandi og alvarlegum spurningum um stöðu kvenna, um stríð og frið, einmanaleika og óhamingju fólks og það að takast á við hið erfiðleika með mennskuna að vopni. Nýjasta skáldsaga Auðar Övu er Ungfrú Ísland. Bókmenntir Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Auður Ava Ólafsdóttir verður í aðalhlutverki á fyrsta Höfundakvöldi Norræna hússins af fjórum sem fram fer í kvöld. Auður Ava er sem kunnugt er handhafi Norrænu bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir skáldsögu sína Ör. Höfundakvöldið hefst klukkan 19:30 og má sjá streymi Norræna hússins hér að neðan. Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðum sem fara fram á íslensku, skandinavísku og ensku. Auður Ava Ólafsdóttir (1958) hefur kennt listfræði og listasögu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður Ava hefur sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasögulegt efni í ýmsum fjölmiðlum. Auður Ava er einn þekktasti rithöfundur Íslands og hefur sent frá sér sex skáldsögur, ljóðasafn, leikrit auk þess sem hún hefur skrifað texta fyrir íslensku hljómsveitina Milkywhale. Fyrsta skáldsaga Auðar Övu var Upphækkuð jörð sem kom út 1998 og sex árum síðar kom út skáldsagan Rigning í nóvember en fyrir hana hlaut Auður Ava Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunabókin Afleggjarinn kom út 2007 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Skáldsagan Ör fimmta bók Auðar Övu og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í bókinni segir frá Jónasi Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél. Með undirliggjandi húmor veltir Auður Ava upp aðkallandi og alvarlegum spurningum um stöðu kvenna, um stríð og frið, einmanaleika og óhamingju fólks og það að takast á við hið erfiðleika með mennskuna að vopni. Nýjasta skáldsaga Auðar Övu er Ungfrú Ísland.
Bókmenntir Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05