Bein útsending: Auður Ava ríður á vaðið í Norræna húsinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2019 18:45 Auður Ava er margverðlaunaður rithöfundur. FBL/Sigtryggur Ari Auður Ava Ólafsdóttir verður í aðalhlutverki á fyrsta Höfundakvöldi Norræna hússins af fjórum sem fram fer í kvöld. Auður Ava er sem kunnugt er handhafi Norrænu bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir skáldsögu sína Ör. Höfundakvöldið hefst klukkan 19:30 og má sjá streymi Norræna hússins hér að neðan. Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðum sem fara fram á íslensku, skandinavísku og ensku. Auður Ava Ólafsdóttir (1958) hefur kennt listfræði og listasögu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður Ava hefur sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasögulegt efni í ýmsum fjölmiðlum. Auður Ava er einn þekktasti rithöfundur Íslands og hefur sent frá sér sex skáldsögur, ljóðasafn, leikrit auk þess sem hún hefur skrifað texta fyrir íslensku hljómsveitina Milkywhale. Fyrsta skáldsaga Auðar Övu var Upphækkuð jörð sem kom út 1998 og sex árum síðar kom út skáldsagan Rigning í nóvember en fyrir hana hlaut Auður Ava Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunabókin Afleggjarinn kom út 2007 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Skáldsagan Ör fimmta bók Auðar Övu og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í bókinni segir frá Jónasi Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél. Með undirliggjandi húmor veltir Auður Ava upp aðkallandi og alvarlegum spurningum um stöðu kvenna, um stríð og frið, einmanaleika og óhamingju fólks og það að takast á við hið erfiðleika með mennskuna að vopni. Nýjasta skáldsaga Auðar Övu er Ungfrú Ísland. Bókmenntir Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Auður Ava Ólafsdóttir verður í aðalhlutverki á fyrsta Höfundakvöldi Norræna hússins af fjórum sem fram fer í kvöld. Auður Ava er sem kunnugt er handhafi Norrænu bókmenntaverðlaunanna 2018 fyrir skáldsögu sína Ör. Höfundakvöldið hefst klukkan 19:30 og má sjá streymi Norræna hússins hér að neðan. Sofie Hermansen Eriksdatter, verkefnastjóri Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, stýrir umræðum sem fara fram á íslensku, skandinavísku og ensku. Auður Ava Ólafsdóttir (1958) hefur kennt listfræði og listasögu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands og var um tíma forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands. Auður Ava hefur sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasögulegt efni í ýmsum fjölmiðlum. Auður Ava er einn þekktasti rithöfundur Íslands og hefur sent frá sér sex skáldsögur, ljóðasafn, leikrit auk þess sem hún hefur skrifað texta fyrir íslensku hljómsveitina Milkywhale. Fyrsta skáldsaga Auðar Övu var Upphækkuð jörð sem kom út 1998 og sex árum síðar kom út skáldsagan Rigning í nóvember en fyrir hana hlaut Auður Ava Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar. Verðlaunabókin Afleggjarinn kom út 2007 og hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Skáldsagan Ör fimmta bók Auðar Övu og fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2018. Í bókinni segir frá Jónasi Ebeneser sem er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél. Með undirliggjandi húmor veltir Auður Ava upp aðkallandi og alvarlegum spurningum um stöðu kvenna, um stríð og frið, einmanaleika og óhamingju fólks og það að takast á við hið erfiðleika með mennskuna að vopni. Nýjasta skáldsaga Auðar Övu er Ungfrú Ísland.
Bókmenntir Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05