„Við munum sakna þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2019 12:30 Íslenska CrossFit drottningin Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Katrín Tanja vann Wodapalooza CrossFit mótið í fyrra en þá gaf það ekki sæti á heimsleikunum eins og nú. Það er ekki hægt að heyra annað á henni en að hún sakni þess að vera ekki aftur með í ár. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég svolítið leið yfir því að missa af heilsuræktarpartýinu um næstu helgi. Minnist þess í stað frábæra tíma og vænum skammt af adrennalíni undir flóðljósunum,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Mótshaldarar voru líka fljótir til að svara okkar konu á Instagram. Þeir deildu myndinni af henni og auglýstu eftir því hvort einhver önnur dóttir ætlaði að leika eftir afrek Katrínar Tönju frá því í fyrra. „Við munum sakna þín Katrín Tanja .. en mun ný dóttir standa efst upp á palli í ár?“ var svarið frá fólkinu sem sér um samfélagsmiðla Wodapalooza CrossFit mótsins í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja er þó ekkert að verða of sein því það er nóg af mótum eftir sem gefa farseðil á heimsleikana í Madison. Eftir mótið í Miami verða þrettán mót eftir sem gefa heimsleikasæti og eitt af þeim fer fram í Reykjavík í maímánuði. Samantha Briggs var fyrsta konan til að tryggja sér sæti á heimsleikunum en það gerði hún á mótinu í Dúbaí í desember. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þar í þriðja sæti og Sara ætlar að reyna aftur við sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina. Hún er kannski dóttirinn sem Wodapalooza fólkið var að auglýsa eftir. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. View this post on InstagramWe will miss you.. but will a new Dottir stand atop the podium this year?! #Repost @katrintanja To be honest, I’m a little sad I am missing this one hell of a fitness party next weekend Throwback to good tiiiiiiimes & adrenaline under the bright lights! @thewodapalooza // Photo by: @jblaisphoto A post shared by Wodapalooza (@thewodapalooza) on Jan 13, 2019 at 3:00pm PST CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina. Katrín Tanja vann Wodapalooza CrossFit mótið í fyrra en þá gaf það ekki sæti á heimsleikunum eins og nú. Það er ekki hægt að heyra annað á henni en að hún sakni þess að vera ekki aftur með í ár. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég svolítið leið yfir því að missa af heilsuræktarpartýinu um næstu helgi. Minnist þess í stað frábæra tíma og vænum skammt af adrennalíni undir flóðljósunum,“ skrifaði Katrín Tanja á Instagram síðu sína. Mótshaldarar voru líka fljótir til að svara okkar konu á Instagram. Þeir deildu myndinni af henni og auglýstu eftir því hvort einhver önnur dóttir ætlaði að leika eftir afrek Katrínar Tönju frá því í fyrra. „Við munum sakna þín Katrín Tanja .. en mun ný dóttir standa efst upp á palli í ár?“ var svarið frá fólkinu sem sér um samfélagsmiðla Wodapalooza CrossFit mótsins í ár eins og sjá má hér fyrir neðan. Katrín Tanja er þó ekkert að verða of sein því það er nóg af mótum eftir sem gefa farseðil á heimsleikana í Madison. Eftir mótið í Miami verða þrettán mót eftir sem gefa heimsleikasæti og eitt af þeim fer fram í Reykjavík í maímánuði. Samantha Briggs var fyrsta konan til að tryggja sér sæti á heimsleikunum en það gerði hún á mótinu í Dúbaí í desember. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir varð þar í þriðja sæti og Sara ætlar að reyna aftur við sætið á Wodapalooza CrossFit mótinu í Miami um helgina. Hún er kannski dóttirinn sem Wodapalooza fólkið var að auglýsa eftir. Wodapalooza CrossFit mótið fer fram í Miami á Flórída 17. til 20. janúar og er Ragnheiður Sara eini íslenski keppandinn í kvennaflokki. Íslendingar eiga aftur á móti fulltrúa í liðakeppni mótsins en á því er keppt í öllum aldursflokkum. View this post on InstagramWe will miss you.. but will a new Dottir stand atop the podium this year?! #Repost @katrintanja To be honest, I’m a little sad I am missing this one hell of a fitness party next weekend Throwback to good tiiiiiiimes & adrenaline under the bright lights! @thewodapalooza // Photo by: @jblaisphoto A post shared by Wodapalooza (@thewodapalooza) on Jan 13, 2019 at 3:00pm PST
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira