Sá sig knúna til að leita til lögreglunnar vegna sögusagna um stelsýki Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2019 11:22 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Eyþór Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur fengið staðfestingu frá smásölukeðjunni Högum að hún hafi ekki verið staðin að þjófnaði í verslunum fyrirtækisins.DV greindi fyrst frá sögusögnum þess efnis að Helga Vala sé haldin stelsýki. Segir Helga Vala að hún hafi heyrt margar útgáfur af sögunni og hafi meðal annars verið handtekin ýmist í Bónus, 10-11 og Hagkaupum. „Ég hló að þessu fyrst en svo hættir þetta að vera fyndið þegar maður er búinn að heyra þetta í fimm daga og endalausar útgáfur af sömu sögunni,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi.Leitar að staðfestingu hjá lögreglu Hún hefur fengið fyrrnefnda staðfestingu frá Högum, sem rekur Bónus og Hagkaup, og ætlar að fá allar upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, til að staðfesta að þessi orðrómur sé ekki á rökum reistur. Hún segir alla geta sótt um að fá upplýsingar um sig úr upplýsingakerfi lögreglunnar en ekki upplýsingar um aðra. „Af því ég er lögmaður þá fer maður í gagnaöflun til að hrekja þessar sögur,“ segir Helga Vala í samtali við Vísi. „Það er hægðarleikur en það er ekki fótur fyrir neinu þessu. Við sem erum í pólitík þurfum að þola endalausar gróusögur. Fólk þarf að þola allskonar slúður en þessi var svo skæð að fjölmiðlar voru farnir að hafa samband,“ segir Helga. Hún segir að eins og gengur og gerist með gróusögur þá heyri viðfangsefnið sjaldnast slúðrið. „En í mig hringdi einstaklingur, sem ég er mjög þakklát, og mér fannst á endanum að maður yrði að verjast og fara út með það. Þetta er fyndið upp að ákveðnu marki.“ Líkt við glæpakvendi Helga Vala fékk að heyra að hún hefði verið handtekin í verslun, ýmist í Hagkaup eða Bónus og einnig í 10-11, fyrir að stela sódavatnsflösku. Er sódavatnsflaskan eina varan sem hún hefur heyrt af. „En sagan er þannig að ég sé stelsjúk og að fólk sem hafi verið með mér í skóla viti að ég sé stelsjúk og mér líkt við glæpakvendi í kvikmyndum. Þá heyrði ég einnig að lögfræðisvið Íslandsbanka væri að undirbúa kæru gegn mér og þá kom upp lögfræðingurinn í mér sem veit að lögfræðisvið Íslandsbanka undirbýr ekki kæru fyrir fyrirtæki úti í bæ,֧“ segir Helga. Hún segir að allt átti þetta að hafa náðst á öryggismyndavélar og vinir hennar áttu að hafa séð þau myndbönd. Sögurnar hafi komið úr mörgum áttum og áttu að vera á margra vitorði.Afrit af yfirlýsingunni frá Högum
Alþingi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira