Framandi heimur 2019 Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. janúar 2019 21:00 Mannkynið hefur óþrjótandi áhuga á að velta fyrir sér framtíðinni; hvers konar samfélag bíður þess eftir 35 ár? Nordicphotos/Getty „Hvernig mun heimurinn líta út árið 2019?“ Þetta var það sem ritstjórn kanadíska fréttablaðsins The Star velti fyrir sér í desembermánuði árið 1983, eða fyrir 35 árum. Til að fá svarið við þessari spurningu leitaði The Star á náðir bandaríska rithöfundarins og lífefnafræðingsins Isaacs Asimov sem á þeim árum var farinn að vekja athygli fyrir vísindaskáldskap sinn. Síðar meir átti Asimov eftir að verða einn áhrifamesti ritari vísindaskáldskapar fyrr og síðar. Að mati Asimov átti innreið upplýsingatækninnar og hröð framþróun í tæknilegri getu mannkyns — sérstaklega með tilliti til tölvunnar — eftir að bylta samfélagi mannanna enn frekar. „Sú staðreynd að samfélag okkar verður æ margþættara felur í sér að það verður ómögulegt að vera án tölvutækni, ekki nema með því að daðra við glundroðann,“ ritaði Asimov. Hann sá fyrir sér að tækniframfarir myndu fækka störfum, en það væri hvorki óvænt né neikvæð afleiðing. „Störfin sem hverfa verða þau sem skrifræðið kallaði á á sínum tíma og þau sem eiga sinn stað við færibandið í verksmiðjum hvers konar. Þetta eru störf sem eru nógu einföld, tilgangslaus og staglkennd til að eitra huga fólks.“ Þannig væri þörf á nýju menntakerfi sem svar við kröfunni um vinnuafl sem býr yfir tæknilegri þekkingu, rétt eins og krafa var um eftir iðnaðarbyltinguna. „Breyting núna, hins vegar, þarf að eiga sér stað mun hraðar. Mögulega hraðar en mögulegt er. Þetta þýðir að við þessa breytingu munu milljónir manna vera ófær um að sinna þeim störfum sem sannarlega þarf að sinna.“Rithöfundurinn og lífefnafræðingurinn Isaac Asimov.NORDICPHOTIS/GETTYAsimov taldi — réttilega að mörgu leyti — að árið 2019 væri almennt viðurkennt að samstarf þjóðríkja væri nauðsynlegt til að taka á allra mikilvægustu málum heimsins. Þá sérstaklega með tilliti til mengunar og verndunar umhverfisins. „Árið 2019 er líklegt að svo vel fari á með þjóðum heimsins að þær geti tekið höndum saman og unnið að þessum markmiðum, sameinaðar undir einum fána, jafnvel þó svo að enginn hafi sérstakan áhuga á að viðurkenna tilvist slíkrar heimsstjórnar.“ Asimov taldi öruggt að könnun sólkerfisins væri vel á veg komin árið 2019 og mat það svo réttilega að hópur manna hefði varanlegt aðsetur í geimnum. En Asimov sá einnig fyrir sér að námugröftur á tunglinu væri hafin seint á öðrum áratug 21. aldarinnar og að mannkyn hefði þróað getu til að safna sólarorku með hjálp gervitungla á sporbraut um Jörðu sem síðan myndu koma orkunni til jarðar í formi örbylgja. Asimov lauk pistli sínum á áminningu til lesenda árið 2019. „Staðreyndin er sú að þó svo að heimurinn árið 2019 verði sannarlega frábrugðinn þeim sem við þekkjum árið 1984, þá verður sú breyting aðeins barómeter fyrir þá miklu breytingar sem verða í farvatninu enn síðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Hvernig mun heimurinn líta út árið 2019?“ Þetta var það sem ritstjórn kanadíska fréttablaðsins The Star velti fyrir sér í desembermánuði árið 1983, eða fyrir 35 árum. Til að fá svarið við þessari spurningu leitaði The Star á náðir bandaríska rithöfundarins og lífefnafræðingsins Isaacs Asimov sem á þeim árum var farinn að vekja athygli fyrir vísindaskáldskap sinn. Síðar meir átti Asimov eftir að verða einn áhrifamesti ritari vísindaskáldskapar fyrr og síðar. Að mati Asimov átti innreið upplýsingatækninnar og hröð framþróun í tæknilegri getu mannkyns — sérstaklega með tilliti til tölvunnar — eftir að bylta samfélagi mannanna enn frekar. „Sú staðreynd að samfélag okkar verður æ margþættara felur í sér að það verður ómögulegt að vera án tölvutækni, ekki nema með því að daðra við glundroðann,“ ritaði Asimov. Hann sá fyrir sér að tækniframfarir myndu fækka störfum, en það væri hvorki óvænt né neikvæð afleiðing. „Störfin sem hverfa verða þau sem skrifræðið kallaði á á sínum tíma og þau sem eiga sinn stað við færibandið í verksmiðjum hvers konar. Þetta eru störf sem eru nógu einföld, tilgangslaus og staglkennd til að eitra huga fólks.“ Þannig væri þörf á nýju menntakerfi sem svar við kröfunni um vinnuafl sem býr yfir tæknilegri þekkingu, rétt eins og krafa var um eftir iðnaðarbyltinguna. „Breyting núna, hins vegar, þarf að eiga sér stað mun hraðar. Mögulega hraðar en mögulegt er. Þetta þýðir að við þessa breytingu munu milljónir manna vera ófær um að sinna þeim störfum sem sannarlega þarf að sinna.“Rithöfundurinn og lífefnafræðingurinn Isaac Asimov.NORDICPHOTIS/GETTYAsimov taldi — réttilega að mörgu leyti — að árið 2019 væri almennt viðurkennt að samstarf þjóðríkja væri nauðsynlegt til að taka á allra mikilvægustu málum heimsins. Þá sérstaklega með tilliti til mengunar og verndunar umhverfisins. „Árið 2019 er líklegt að svo vel fari á með þjóðum heimsins að þær geti tekið höndum saman og unnið að þessum markmiðum, sameinaðar undir einum fána, jafnvel þó svo að enginn hafi sérstakan áhuga á að viðurkenna tilvist slíkrar heimsstjórnar.“ Asimov taldi öruggt að könnun sólkerfisins væri vel á veg komin árið 2019 og mat það svo réttilega að hópur manna hefði varanlegt aðsetur í geimnum. En Asimov sá einnig fyrir sér að námugröftur á tunglinu væri hafin seint á öðrum áratug 21. aldarinnar og að mannkyn hefði þróað getu til að safna sólarorku með hjálp gervitungla á sporbraut um Jörðu sem síðan myndu koma orkunni til jarðar í formi örbylgja. Asimov lauk pistli sínum á áminningu til lesenda árið 2019. „Staðreyndin er sú að þó svo að heimurinn árið 2019 verði sannarlega frábrugðinn þeim sem við þekkjum árið 1984, þá verður sú breyting aðeins barómeter fyrir þá miklu breytingar sem verða í farvatninu enn síðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira