Menning

Hugmyndirnar að baki verkunum endurspegla áhuga listamannsins á sjó

Stefán Árni Pálsson skrifar
Árni Már hefur verið að skapa sér nafn hér landi.
Árni Már hefur verið að skapa sér nafn hér landi.

Listamaðurinn Árni Már Erlingsson stendur fyrir sýningunni Fleiri öldur, færri aldir í Einarsstofu í Vestmannaeyjum en hún opnar á morgun frá 17-19.

Sýningin stendur til 28. janúar og verður opin virka daga frá 10:00-18:00.

Sýningin er framhald af sýningu hans í Listamönnum við Skúlagötu sem fram fór í nóvember síðastliðnum.

Hugmyndirnar að baki verkanna endurspegla áhuga Árna á sjó og má þar sjá málverk, prentverk og verkfæri sem Árni hefur stillt upp sem lágmyndum eða skúlptúrum. Á sýningunni verða verk sem sýnd voru í Listamönnum en einnig verða sýnd ný verk.

Árni Már er einn af stofnendum Gallery Ports sem opnaði í mars 2016. Eins hefur hann verið iðinn við sýningarhald bæði á Íslandi og í Evrópu, þessi sýning er sjöunda einkasýning hans.

Hér má sjá tengil á viðburð sýningarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.