Katrín um WOW air: Gjaldþrot yrði högg þótt staða hagkerfisins sé góð Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. mars 2019 16:45 Katrín Jakobsdóttir, forsætisáðherra, segir stjórnvöld hafa þungar áhyggjur af stöðu WOW air. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að gjaldþrot WOW air hefði auðvitað neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og þá ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan. Staða hagkerfisins sé þó almennt góð og hún telur það ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. Ráðherra gerir hins vegar ekki lítið úr því að gjaldþrot WOW air yrði högg. Ljóst er að fjárhagsstaða WOW air er slæm en Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, reynir nú allt hvað hann getur til að bjarga fyrirtækinu eftir að viðræður um mögulega aðkomu Icelandair runnu út í sandinn. Áður hafði bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners slitið viðræðum við WOW. „Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni. Eftir að ekkert kom út úr viðræðum WOW og Icelandair þá liggur fyrir að staðan er mjög þung en WOW air hefur ákveðið að setja saman áætlun til þess að leysa málið. Þau funduðu með Samgöngustofu fyrr í dag og ég veit það að verið er að fara yfir þessi mál á báðum þessum vígstöðvum þannig að auðvitað bind ég vonir við það að þetta leysist farsællega,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu.En hvaða áhrif hefði það að mati forsætisráðherra ef WOW air fer í þrot? „Auðvitað hefði það neikvæð áhrif á þjóðarbúskapinn og ekki síst ferðaþjónustuna og sumarið fram undan en um leið er staða hagkerfisins góð almennt,“ segir hún og bætir við að hún telji hagkerfið ágætlega í stakk búið til að taka við áföllum. „En ég geri hins vegar ekki lítið úr því að þetta yrði högg.“ISAVIA með tryggingum fyrir skuldum WOW air Hún segist ekkert geta sagt til um það við hverju hún búist. „Ég held að margir séu nú búnir að spá þessu félagi óförum og þær spár hafa ekki ræst ennþá. Þannig ég vonast ennþá til þess að farsæl lausn finnist,“ segir Katrín. Þá ítrekar hún það sem Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur áður sagt að ríkið muni ekki koma inn í rekstur WOW air. „Við höfum ekki metið það sem svo að það sé skynsamlegt að ríkið komi inn í þennan rekstur með beinum hætti og við munum ekki gera það,“ segir Katrín. Spurð út í skuldir WOW air við ISAVIA og það hvort að ávallt sé ein flugvél kyrrsett á vellinum sem trygging vegna þess, líkt og fjölmiðlar hafa greint frá, segir Katrín: „ISAVIA hefur ákveðnar tryggingar en hins vegar er það svo að ISAVIA hefur veitt félaginu ákveðinn slaka því félagið hefur verið að vinna í sínum málum og leita leiða til að bæta sína stöðu og það er staða málsins, óbreytt.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49 Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Fundi slitið hjá sáttasemjara vegna WOW air Sáttafundi sex verkalýðsfélaga og Samtaka atvinnulífsins lauk hjá ríkissáttasemjara núna klukkan 13:30. 25. mars 2019 13:49
Bjarni um stöðu WOW air: „Við erum viðbúin“ Sérstakur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að viðbragðsáætlun stjórnvalda sem tekur mið af ólíkum sviðsmyndum er varðar flugfélagið WOW air. 25. mars 2019 15:45