Lífið

WOW á vörum Íslendinga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Öllum flugum WOW var aflýst í morgun.
Öllum flugum WOW var aflýst í morgun. vísir/vilhelm/samsett
WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air.

Á sama tíma og tilkynnt var um að skuldabréfaeigendur hefðu samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutafé var tilkynnt að flugfélagið leitaði að mögulegum fjárfestum til að koma inn með fimm milljarða króna svo hægt væri að tryggja áframahaldandi rekstur flugfélagsins. Nú er ljóst að það tókst ekki.

Í morgun hefur verið rætt um fátt annað en WOW air á samfélagsmiðlum og virðast margir hverjir vera hryggir yfir örlögum flugfélagsins.

Fjölmargir starfsmenn eru að missa vinnuna og er lítið grínast með stöðuna. Hér að neðan má sjá valin tíst og stöðufærslur á samfélagsmiðlum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.