Hafnarfjarðarbær borgar malbikið og viðgerðir Benedikt Bóas skrifar 17. október 2019 19:30 Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðarbæjar skuldar enn Hlaðbæ Colas fyrir viðgerðir á brautinni í Krýsuvík. Fréttablaðið/Daníel Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi. Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sjá meira
Stjórn Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðarbæjar, AÍH, hefur óskað eftir aðkomu bæjarins til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiksviðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg. Íþrótta- og tómstundanefnd bæjarins tók jákvætt í erindið og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir. AÍH starfrækir íþróttastarf fyrir börn og unglinga og hafa um 14 unglingar nýtt sér starfið á ári hverju. Í bréfi frá félaginu til bæjarins í mars í fyrra segir að félagið hafi verið út undan í fjárhagsaðstoð Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi en akstursíþróttir hafa verið stundaðar á svæði félagsins frá árinu 2002. Félagið tiltekur eitt atvik til að undirstrika alvarleika ástandsins. „Síðastliðið sumar varð áhorfandi á viðburði félagsins fyrir því óhappi að hluti af malbiki brotnaði upp og fleygðist til með þeim afleiðingum að hann hafnaði í handlegg mannsins sem marðist mikið, ekki viljum við til þess hugsa hverjar afleiðingarnar hefðu verið ef malbiksbúturinn hefði hafnað í börnum sem stóðu álengdar.“ Myndir sem sýna ástandið sýna að svæðið er að drabbast niður og löngu kominn tími á allsherjar viðhald. Þá er aðstöðu áhorfenda verulega ábótavant og þær girðingar sem eru til staðar eru bæði mjög gamlar og í lélegu ásigkomulagi auk þess sem girðingar vantar á stórum hluta svæðisins. „Í raun mætti segja að þær séu stórhættulegar þar sem vírar geta rekist í áhorfendur og duga einnig mjög illa til þess að halda aftur af áhorfendum og þá sérstaklega börnum,“ segir í bréfi félagsins til bæjaryfirvalda.Athugasemd ritstjórnarÍ fyrri útgáfu fréttar kom fram að AÍH væri eina akstursíþróttafélagið á landinu sem væri með íþróttastarf fyrir börn og unglinga og var unnið upp úr tilkynningu félagsins þar sem það var fullyrt. Komið hafa fram ábendingar um að það sé ekki rétt. Svipað starf má finna í öðrum vélhjólaíþróttaklúbbum víðs vegar um landið, svo sem á Akureyri, Höfn og Selfossi.
Akstursíþróttir Hafnarfjörður Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Fótbolti Fleiri fréttir Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Í beinni: Pólland - Svíþjóð | Sænsku stelpurnar eygja átta liða úrslitin Í beinni: Egnatia - Breiðablik | Mæta albönsku meisturunum í hitanum Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sjá meira