Sjón meðhöfundur handrits nýrrar myndar leikstjóra The Witch Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 17. október 2019 14:00 Nicole Kidman fer með eitt af aðalhlutverkum myndarinnar The Northman. Robert Eggers, leikstjóri hryllingsmyndarinnar The Witch, vinnur nú að nýrri mynd sem ber titilinn The Northman. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í myndinni sem fjallar samkvæmt The Hollywood Reporter um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Lars Knudsen framleiðir myndina, en hann framleiddi einnig The Witch, sem og myndir leikstjórans Ari Aster, Hereditary og Midsommar. Sú síðarnefnda var frumsýnd hér á landi á dögunum.The Witch var fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd, en önnur mynd hans, The Lighthouse, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Hún skartar Robert Pattinson og Willem Dafoe í aðalhlutverkum og segir sögu tveggja vitavarða á eyju í New England fylki undir lok nítjándu aldar. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF á dögunum og vakti mikla lukku hátíðargesta. Vísir hafði samband við Sjón vegna verkefnisins en hann mátti lítið segja á þessu stigi, annað en að staðfesta það sem kemur fram í frétt The Hollywood Reporter. Bókmenntir Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Robert Eggers, leikstjóri hryllingsmyndarinnar The Witch, vinnur nú að nýrri mynd sem ber titilinn The Northman. Sögusvið myndarinnar nýju er Ísland í kringum árið 1000, og skrifar Eggers handritið í samstarfi við íslenska skáldið Sjón. Nicole Kidman, Alexander Skarsgård, Anya Taylor-Joy, Bill Skarsgård og Willem Dafoe eru meðal leikara sem munu koma fram í myndinni sem fjallar samkvæmt The Hollywood Reporter um norrænan prins sem leitar þess að hefna föður síns. Lars Knudsen framleiðir myndina, en hann framleiddi einnig The Witch, sem og myndir leikstjórans Ari Aster, Hereditary og Midsommar. Sú síðarnefnda var frumsýnd hér á landi á dögunum.The Witch var fyrsta kvikmynd leikstjórans í fullri lengd, en önnur mynd hans, The Lighthouse, verður frumsýnd í Bandaríkjunum á morgun. Hún skartar Robert Pattinson og Willem Dafoe í aðalhlutverkum og segir sögu tveggja vitavarða á eyju í New England fylki undir lok nítjándu aldar. Hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF á dögunum og vakti mikla lukku hátíðargesta. Vísir hafði samband við Sjón vegna verkefnisins en hann mátti lítið segja á þessu stigi, annað en að staðfesta það sem kemur fram í frétt The Hollywood Reporter.
Bókmenntir Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira