Sport

Edwards: Ég ætla að rota Gunnar með stæl

Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar
Leon Edwards.
Leon Edwards. vísir/getty
Það eru aðeins þrír dagar þar til Gunnar Nelson stígur inn í búrið í London þar sem hann mætir Bretanum Leon Edwards.

Leon Edwards er einn sterkasti andstæðingur Gunnars til þessa á ferlinum. Okkar maður mun þurfa að hafa fyrir hlutunum. Edwards hefur unnið sex bardaga í röð og ætlar sér að rota Gunnar.

„Ég býst við því að hann geri það sem hann gerir alltaf. Mæti út og reyni að ná góðri glímustöðu. Mér finnst ég vera nógu góður til þess að stöðva það og slökkva á honum,“ segir Edwards og hann ætlar sér að gera meira en það.

„Ég ætla að rota hann með stæl og koma mér í umræðuna um heimsmeistaratitilinn. Ég ætla að komast í titilbardaga og berjast aftur við Usman. Ég þarf að vinna þennan bardaga til þess að komast þangað.“

Þó svo Edwards segi að Gunni sé alltaf eins þá sé hann ekki að tala okkar mann niður. Gunni sé frábær bardagamaður og meira að segja sterkari en Darren Till.

„Ég hef fylgst með Gunnari lengi og veit hversu hættulegur hann er. Mér finnst hann vera erfiðari andstæðingur en Till og ég er ekki að taka því sem sjálfsögðum hlut að ég vinni. Gunnar er hindrun á mínum vegi á þeirri leið sem ég er að fara. Ég verð að klára hann.“

Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.



Klippa: Edwards í viðtali




MMA

Tengdar fréttir

Edwards: Dansinn var fyndinn hjá Gunna

Það var létt yfir Bretanum Leon Edwards, sem berst við Gunnar Nelson um helgina, er Vísir spjallaði við hann á hóteli bardagakappanna í London.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×