Gagnrýnandi The Guardian hrósar Ófærð fyrir að vera í takt við tímann Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2019 14:48 Aðdáendur góðra lopapeysa fá sinn skerf og málin rædd á meðan mjólkurglas er teygt í einum sopa. Mynd/Lilja Jóns Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian heldur vart vatni yfir nýjustu þáttaröðinni af Ófærð sem var frumsýnd nýverið í Bretlandi. Gagnrýnandinn segir fyrri þáttaröðina hafa verið óvæntan smell sem koma aftan að mörgum en á endanum fangað athygli tíu milljóna manna í Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum og það ekki af ástæðulausu. Gagnrýnandinn heitir Ellie Violet Bramley en hún segir lögreglustjórann Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, hafa fangað söguþráð nýjustu seríunnar nokkuð vel þegar hann spyr hvort glæpurinn tengist pólitík eða hvort um fjölskylduharmleik sé að ræða? Bramley segir nýju seríuna fást við mörg mál sem fanga nokkurn veginn tíðaranda síðastliðinna missera. Þar á meðal upprisa öfgasinnaðra hægri manna, fordóma í garð samkynhneigðra, innflytjenda og stjórnkerfisins. Þá sé einnig að finna dágóðan skerf af eitraðri karlmennsku í seríunni. Átök eru á milli landsbyggðar og borgar ásamt átökum fjölskyldumeðlima við matarborðið. Stjórnmálamenn velji hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir samfélagið sem valdi miklu titringi. Bramley segir þáttinn þó ekki bara í takt við tímann heldur einnig fást við sígild málefni, þar á meðal unglinga sem neita að fara eftir fyrirmælum þeirra sem eldri eru og þá séu að finna látlausar samræður á meðan mjólkurglas er teygað í einum sopa fyrir svefninn. Þá endar hún á að nefna að þættirnir innihalda sinn skerf af frábærum ullarpeysum sem unnendur slíks fatnaðar ættu að fagna innilega. Gagnrýnandi skoska dagblaðsins The Herald fer einnig fögrum orðum um nýju seríuna þar sem hann kallar lögreglustjórann Andra loðnasta rannsóknarlögreglumann evrópska efnahagssvæðisins. Menning Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
Gagnrýnandi breska dagblaðsins The Guardian heldur vart vatni yfir nýjustu þáttaröðinni af Ófærð sem var frumsýnd nýverið í Bretlandi. Gagnrýnandinn segir fyrri þáttaröðina hafa verið óvæntan smell sem koma aftan að mörgum en á endanum fangað athygli tíu milljóna manna í Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum og það ekki af ástæðulausu. Gagnrýnandinn heitir Ellie Violet Bramley en hún segir lögreglustjórann Andra, sem leikinn er af Ólafi Darra Ólafssyni, hafa fangað söguþráð nýjustu seríunnar nokkuð vel þegar hann spyr hvort glæpurinn tengist pólitík eða hvort um fjölskylduharmleik sé að ræða? Bramley segir nýju seríuna fást við mörg mál sem fanga nokkurn veginn tíðaranda síðastliðinna missera. Þar á meðal upprisa öfgasinnaðra hægri manna, fordóma í garð samkynhneigðra, innflytjenda og stjórnkerfisins. Þá sé einnig að finna dágóðan skerf af eitraðri karlmennsku í seríunni. Átök eru á milli landsbyggðar og borgar ásamt átökum fjölskyldumeðlima við matarborðið. Stjórnmálamenn velji hagsmuni stórfyrirtækja fram yfir samfélagið sem valdi miklu titringi. Bramley segir þáttinn þó ekki bara í takt við tímann heldur einnig fást við sígild málefni, þar á meðal unglinga sem neita að fara eftir fyrirmælum þeirra sem eldri eru og þá séu að finna látlausar samræður á meðan mjólkurglas er teygað í einum sopa fyrir svefninn. Þá endar hún á að nefna að þættirnir innihalda sinn skerf af frábærum ullarpeysum sem unnendur slíks fatnaðar ættu að fagna innilega. Gagnrýnandi skoska dagblaðsins The Herald fer einnig fögrum orðum um nýju seríuna þar sem hann kallar lögreglustjórann Andra loðnasta rannsóknarlögreglumann evrópska efnahagssvæðisins.
Menning Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira