Íslenski boltinn

KSÍ ætlar að komast í fremstu röð í e-fótbolta á næstu fimm árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KSÍ ætlar að komast í fremstu röð í e-fótbolta en fyrsta landsliðið í greininni verður valið í lok þessa árs.

Rafíþróttir njóta sífellt meiri vinsælda. Aðeins þrjú prósent þeirra spila þá tvo tölvuleiki sem eru vinsælastir, FIFA 2020 og PES 2020.

KSÍ vill að þeir sem spila þessa leiki gera það undir merkjum aðildarfélaga sambandsins, en hvers vegna?

„Við teljum það rjúfa einangrun þeirra og við viljum að þeir upplifi sig sem félagsmenn,“ sagði Stefán Gunnarsson, starfsmaður KSÍ, í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum.

Íslendingar stefna hátt í e-fótbolta og ætla sér að komast í fremstu röð.

„Við ætlum að vera meðal þeirra bestu innan fimm ára. Það er stefnan. Við erum ekki bara í þessu til að taka þátt,“ sagði Stefán.

Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð í desember í fyrra og þegar hafa fjögur íþróttafélög stofnað rafíþróttadeildir.

Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður RSÍ, leggur mikla áherslu á að þeir sem stundi rafíþróttir stundi heilbrigt líferni.

„Gott líkamlegt form og góð andleg heilsa skiptir sköpum þegar komið er á þetta svið. Við viljum ekki ala upp neina aukvisa þegar kemur að rafíþróttum. Við viljum að þeir séu flottir á öllum sviðum,“ sagði Ólafur.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×