Gleðitíðindi fyrir Breiðholtið Hjörvar Ólafsson skrifar 7. febrúar 2019 10:00 Mjóddin. Fréttablaðið Þriðjudagurinn í þessari viku var gleðidagur fyrir félagsmenn Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, en þá var skrifað undir samning um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Forráðamenn ÍR og embættismenn borgarinnar undirrituðu þá samning þess efnis að nýtt 5.000 fermetra fjölnota íþróttahús verði reist á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Nú hefur leyfi til byggingar verið veitt á þeirri lóð þar sem húsið á að rísa. Framkvæmdir við byggingu hússins eru hafnar og áætlað er að það verði tekið í notkun í upphafi næsta árs. Húsið mun nýtast öllum ÍR-ingum vel en áætla má að það muni helst nýtast undir knattspyrnu og frjálsíþróttir. ÍR hefur á sínum snærum tíu deildir, en auk knattspyrnu og frjálsra íþrótta eru fimleikar, handbolti, körfubolti, skíði, júdó, taekwondo, karate og keila starfrækt í Breiðholtsfélaginu. „Það eru þrjú ár síðan ég óskaði eftir því á fundi með Reykjavíkurborg að einhverjar framkvæmdir myndu hefjast á félagssvæði okkar á næstu árum. Það var tilfinningarík stund að sjá 11 vinnuvélar við störf á svæðinu okkar í vikunni. Þetta mun gjörbreyta landslaginu hjá okkur og bæta aðstöðuna umtalsvert. Það hafa engar meiri háttar framkvæmdir verið gerðar á æfingasvæði okkar síðan árið 1980 þannig að okkur finnst þetta vera orðið tímabært,“ segir Ingigerður H. Guðmundsdóttir, formaður ÍR, um framkvæmdirnar sem hófust í vikunni. Húsið mun samanstanda af fjölnota íþróttasal, sem er á stærð við hálfan knattspyrnuvöll, auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins. Þá er gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal, geymslurýmum, tæknirými, salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu í hliðarbyggingu. Heildarkostnaður við þessi mannvirki er áætlaður 1,2 milljarðar króna. Á svæði ÍR í Suður-Mjódd er einnig verið að búa til nýjan frjálsíþróttavöll ásamt þjónustuhúsi, sem nú þegar er uppsteypt. Frjálsíþróttavöllurinn verður tekinn í notkun í sumar. Einnig er gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss með parketgólfi þar sem mögulegt er að stunda handbolta, körfubolta og þær bardagagreinar sem félagið leggur stund á. Það hús verður með áhorfendasætum, en ekki hefur verið tímasett hvenær þær framkvæmdir hefjast. Þá er í bígerð að hefja byggingu á fimleikahúsi, en staðsetning og tímasetning á þeim framkvæmdum hefur ekki verið ákveðin. Samanlagt munu allar fyrrgreindu framkvæmdirnar kosta um það bil 2,3 milljarða króna. „Það er auðvitað himinn og haf á milli þess hvernig aðstaðan er núna og hvernig þetta mun líta út þegar framkvæmdunum lýkur. Við erum með 2.800 iðkendur í félaginu og núverandi aðstaða er löngu sprungin. Þetta er mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið í Breiðholtinu og nærumhverfi þess. Það hefur verið sameiginlegur skilningur okkar og Reykjavíkurborgar að húsið muni einnig þjónusta félög á borð við Leikni, Fylki og Víking sem eru okkar næstu nágrannar. Þetta hús getur að sjálfsögðu ekki verið fyrir öll félögin í Reykjavík, en það mun hjálpa til við að leysa aðstöðuvanda fyrrgreindra félaga. Það á eftir að útfæra það hvernig skipting á tímum verður í húsinu,“ segir Ingigerður um þá aðstöðu sem er að rísa. Þetta er annað fjölnota íþróttahúsið sem rís í Reykjavíkurborg, en fyrir stendur Egilshöllin í Grafarvogi. Til samanburðar má nefna að í Kópavogi er eitt fjölnota íþróttahús og ein knattspyrnuhöll. Þar af leiðandi eru tvær hallir sem þjónusta þau tvö félög sem starfrækja fleiri en eina deild í Kópavogi, en þau níu félög sem gera slíkt hið sama í Reykjavík verða að gera sér tvær hallir að góðu. Egilshöll á að þjónusta öll félögin, en slíku er ekki til að dreifa í þessari höll sem er einungis ætluð ÍR-ingum og nágrönnum þeirra til afnota. Aðrar íþróttir Júdó Karate Reykjavík Taekwondo Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Þriðjudagurinn í þessari viku var gleðidagur fyrir félagsmenn Íþróttafélags Reykjavíkur, ÍR, en þá var skrifað undir samning um byggingu á fjölnota íþróttahúsi á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Forráðamenn ÍR og embættismenn borgarinnar undirrituðu þá samning þess efnis að nýtt 5.000 fermetra fjölnota íþróttahús verði reist á ÍR-svæðinu við Skógarsel. Nú hefur leyfi til byggingar verið veitt á þeirri lóð þar sem húsið á að rísa. Framkvæmdir við byggingu hússins eru hafnar og áætlað er að það verði tekið í notkun í upphafi næsta árs. Húsið mun nýtast öllum ÍR-ingum vel en áætla má að það muni helst nýtast undir knattspyrnu og frjálsíþróttir. ÍR hefur á sínum snærum tíu deildir, en auk knattspyrnu og frjálsra íþrótta eru fimleikar, handbolti, körfubolti, skíði, júdó, taekwondo, karate og keila starfrækt í Breiðholtsfélaginu. „Það eru þrjú ár síðan ég óskaði eftir því á fundi með Reykjavíkurborg að einhverjar framkvæmdir myndu hefjast á félagssvæði okkar á næstu árum. Það var tilfinningarík stund að sjá 11 vinnuvélar við störf á svæðinu okkar í vikunni. Þetta mun gjörbreyta landslaginu hjá okkur og bæta aðstöðuna umtalsvert. Það hafa engar meiri háttar framkvæmdir verið gerðar á æfingasvæði okkar síðan árið 1980 þannig að okkur finnst þetta vera orðið tímabært,“ segir Ingigerður H. Guðmundsdóttir, formaður ÍR, um framkvæmdirnar sem hófust í vikunni. Húsið mun samanstanda af fjölnota íþróttasal, sem er á stærð við hálfan knattspyrnuvöll, auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins. Þá er gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal, geymslurýmum, tæknirými, salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu í hliðarbyggingu. Heildarkostnaður við þessi mannvirki er áætlaður 1,2 milljarðar króna. Á svæði ÍR í Suður-Mjódd er einnig verið að búa til nýjan frjálsíþróttavöll ásamt þjónustuhúsi, sem nú þegar er uppsteypt. Frjálsíþróttavöllurinn verður tekinn í notkun í sumar. Einnig er gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss með parketgólfi þar sem mögulegt er að stunda handbolta, körfubolta og þær bardagagreinar sem félagið leggur stund á. Það hús verður með áhorfendasætum, en ekki hefur verið tímasett hvenær þær framkvæmdir hefjast. Þá er í bígerð að hefja byggingu á fimleikahúsi, en staðsetning og tímasetning á þeim framkvæmdum hefur ekki verið ákveðin. Samanlagt munu allar fyrrgreindu framkvæmdirnar kosta um það bil 2,3 milljarða króna. „Það er auðvitað himinn og haf á milli þess hvernig aðstaðan er núna og hvernig þetta mun líta út þegar framkvæmdunum lýkur. Við erum með 2.800 iðkendur í félaginu og núverandi aðstaða er löngu sprungin. Þetta er mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið í Breiðholtinu og nærumhverfi þess. Það hefur verið sameiginlegur skilningur okkar og Reykjavíkurborgar að húsið muni einnig þjónusta félög á borð við Leikni, Fylki og Víking sem eru okkar næstu nágrannar. Þetta hús getur að sjálfsögðu ekki verið fyrir öll félögin í Reykjavík, en það mun hjálpa til við að leysa aðstöðuvanda fyrrgreindra félaga. Það á eftir að útfæra það hvernig skipting á tímum verður í húsinu,“ segir Ingigerður um þá aðstöðu sem er að rísa. Þetta er annað fjölnota íþróttahúsið sem rís í Reykjavíkurborg, en fyrir stendur Egilshöllin í Grafarvogi. Til samanburðar má nefna að í Kópavogi er eitt fjölnota íþróttahús og ein knattspyrnuhöll. Þar af leiðandi eru tvær hallir sem þjónusta þau tvö félög sem starfrækja fleiri en eina deild í Kópavogi, en þau níu félög sem gera slíkt hið sama í Reykjavík verða að gera sér tvær hallir að góðu. Egilshöll á að þjónusta öll félögin, en slíku er ekki til að dreifa í þessari höll sem er einungis ætluð ÍR-ingum og nágrönnum þeirra til afnota.
Aðrar íþróttir Júdó Karate Reykjavík Taekwondo Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti