Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Eiður Þór Árnason skrifar 21. júlí 2019 20:15 Ljóst er að margir Evrópubúar muni þurfa að kæla sig niður með ýmsum skapandi leiðum í komandi viku. Getty/SOPA Images Spáð er að hiti nái allt að 38 stigum í borgunum Madríd, Lyon og París á næstu dögum. Í öðrum borgum á borð við Lundúnir, Brussel, Amsterdam, Frankfurt, Berlín, Munchen og Mílan er því spáð að hiti geti farið yfir 32 stig. Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. Evrópa á von á stærðarinnar hitabylgju í komandi viku þegar vindakerfi mun draga heitt loft frá Norður-Afríku og Spáni þvert yfir Evrópu. Talið er að þetta leiði til langvarandi hitabylgju og að hitastig muni sums staðar ná hættulegum hæðum í fimm daga eða lengur. Hitabylgjan kemur minna en mánuði eftir að söguleg hitabylgja gekk yfir hluta Evrópu í lok júní. Þá féll allsherjar hitamet í Frakklandi og júní hitamet í Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi, Pólandi, Litáen, Tékklandi og Slóvakíu. Því er spáð að komandi hitabylgja muni að mörgu leyti svipa til þeirrar síðustu. Einnig er talið að hiti muni sums staðar ekki ná að fara niður fyrir 21 stig að næturlagi. Slíkt myndi auka áhættuna á hitatengdum veikindum meðal aldraðra og ungmenna, þar sem byggingar myndu ekki ná að kólna fyllilega áður en sterk sólin rís upp að nýju. Vonast er til að kaldara loft fari að berast aftur yfir Evrópu seint í þessari viku. Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Spáð er að hiti nái allt að 38 stigum í borgunum Madríd, Lyon og París á næstu dögum. Í öðrum borgum á borð við Lundúnir, Brussel, Amsterdam, Frankfurt, Berlín, Munchen og Mílan er því spáð að hiti geti farið yfir 32 stig. Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. Evrópa á von á stærðarinnar hitabylgju í komandi viku þegar vindakerfi mun draga heitt loft frá Norður-Afríku og Spáni þvert yfir Evrópu. Talið er að þetta leiði til langvarandi hitabylgju og að hitastig muni sums staðar ná hættulegum hæðum í fimm daga eða lengur. Hitabylgjan kemur minna en mánuði eftir að söguleg hitabylgja gekk yfir hluta Evrópu í lok júní. Þá féll allsherjar hitamet í Frakklandi og júní hitamet í Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi, Pólandi, Litáen, Tékklandi og Slóvakíu. Því er spáð að komandi hitabylgja muni að mörgu leyti svipa til þeirrar síðustu. Einnig er talið að hiti muni sums staðar ekki ná að fara niður fyrir 21 stig að næturlagi. Slíkt myndi auka áhættuna á hitatengdum veikindum meðal aldraðra og ungmenna, þar sem byggingar myndu ekki ná að kólna fyllilega áður en sterk sólin rís upp að nýju. Vonast er til að kaldara loft fari að berast aftur yfir Evrópu seint í þessari viku.
Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira