Innlent

Lagði í veg fyrir gangbraut, göngustíg og gangstétt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ökumaðurinn gerðist bersýnilega nokkuð djarfur um nýliðna helgi, og hlaut sekt fyrir.
Ökumaðurinn gerðist bersýnilega nokkuð djarfur um nýliðna helgi, og hlaut sekt fyrir. Mynd/Lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í morgun mynd af bíl sem lagt var í veg fyrir gangbraut, göngustíg og gangstétt í Kópavogi um síðustu helgi. Með þessu vildi lögregla vekja athygli á því hversu tíð stöðubrot eru á höfuðborgarsvæðinu.

Í færslu lögreglu segir að fremsti bíllinn hafi hindrað umferð gangandi vegfarenda á þremur vígstöðvum, eins og áður segir. Var ökumaður hans því sektaður um tíu þúsund krónur, sem og aðrir ökumenn sem lagt höfðu bílum sínum ólöglega á svæðinu.

Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði í samtali við Vísi á dögunum að þolinmæði fyrir stöðubrotum ökumanna færi minnkandi. Þá hafi það færst í vöxt að fólk sendi inn ábendingar til lögreglu. Hann sagði þróunina mjög jákvæða því fólk sé vakandi fyrir þeim hættum sem geta skapast af bílum sem lagt er ólöglega.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.