Þykir of hættulegt að hleypa stuðningsmönnum gestanna inn á leikvanginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2018 07:00 Það gengur ýmislegt á þegar stuðningsmenn liðanna láta í sér heyra. Vísir/Getty Stuðningsmenn Boca Juniors og River Plate eru hreinlega hættulegir hverjum öðrum og fá því ekki tækifæri til að styðja við bakið á sínu liði nema í öðrum úrslitaleiknum um stærsta titil félagsliða Suður Ameríku. Argentínsku stórliðin Boca Juniors og River Plate mætast að þessu sinni í úrslitum Copa Libertadores í ár en suðurameríkukeppni félagsliða er mjög svipuð keppni og Meistaradeild Evrópu. Þarna mætast því bestu félagslið álfunnar. Derby-slagur Boca Juniors og River Plate hefur lengi verið í hópi með mögnuðust nágrannaslögum heimsins í fótboltanum og það eru því mikil tíðindi að þau mætist nú fyrsta sinn í úrslitum Copa Libertadores. Liðin hafa oft mæst heima í Argentínu í gegnum tíðina þar sem fátt jafnast á við stemmninguna sem myndast á áhorfendpöllunum. Hér fyrir neðan má sjá vísun í grein Washington Post þar sem er talað um leiki aldarinnar og úrslitaleik allra úrslitaleikja.It's being called "The Game of the Century": Boca vs. River, Copa Libertradores final | #CONMEBOLLibertadoreshttps://t.co/1rPzUygu8k — NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) November 8, 2018 Það eru aðeins tæpir þrettán kílómetrar á milli leikvanga þessara tveggja félaga í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu. Það ætti því að vera létt fyrir stuðningsmenn félaganna að mæta á báða leiki en svo verður þó ekki raunin. Af öryggisástæðum verður stuðningsmönnum gestaliðsins ekki hleypt inn á leikvanginn, það þykir bara of hættulegt að hleypa blóðheitum og viltum stuðningsmönnum félaganna svo nálægt hverjum öðrum. Heimaliðið fær því fullan stuðning í þessum leikjum. Þessi ákvörðun þarf kannski ekki að koma mikið á óvart. Í ágúst máttu stuðningsmenn gestaliða aftur mæta á útileiki eftir fimm ára bann. Bannið nær samt ennþá yfir innbyrðisleiki á milli fimm stærstu klúbbanna. Áhættan er of mikil að hleypa þeim svo nálægt hverjum öðrum við þessar aðstæður þar sem keppnin og svitinn takmarkast ekki bara við grasvöllinn. River Plate var síðasta argentínska félagið til að vinna Copa Libertadores þegar félagið tók titilinn árið 2015. Það var þriðji sigur River Plate í suðurameríkukeppni félagsliða en Boca Juniors hefur unnið hann mun oftar eða sjö sinnum. Það eru aftur á móti liðin ellefu ár frá síðasta titli Boca Juniors. Fyrri úrslitaleikurinn fer fram á morgun á heimavelli Boca Juniors en sá seinni tveimur vikum síðar á heimavelli River Plate. Það er svo langt á milli leikja af því að það kemur landsleikjahlé FIFA þarna á milli. Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira
Stuðningsmenn Boca Juniors og River Plate eru hreinlega hættulegir hverjum öðrum og fá því ekki tækifæri til að styðja við bakið á sínu liði nema í öðrum úrslitaleiknum um stærsta titil félagsliða Suður Ameríku. Argentínsku stórliðin Boca Juniors og River Plate mætast að þessu sinni í úrslitum Copa Libertadores í ár en suðurameríkukeppni félagsliða er mjög svipuð keppni og Meistaradeild Evrópu. Þarna mætast því bestu félagslið álfunnar. Derby-slagur Boca Juniors og River Plate hefur lengi verið í hópi með mögnuðust nágrannaslögum heimsins í fótboltanum og það eru því mikil tíðindi að þau mætist nú fyrsta sinn í úrslitum Copa Libertadores. Liðin hafa oft mæst heima í Argentínu í gegnum tíðina þar sem fátt jafnast á við stemmninguna sem myndast á áhorfendpöllunum. Hér fyrir neðan má sjá vísun í grein Washington Post þar sem er talað um leiki aldarinnar og úrslitaleik allra úrslitaleikja.It's being called "The Game of the Century": Boca vs. River, Copa Libertradores final | #CONMEBOLLibertadoreshttps://t.co/1rPzUygu8k — NBC Sports Soccer (@NBCSportsSoccer) November 8, 2018 Það eru aðeins tæpir þrettán kílómetrar á milli leikvanga þessara tveggja félaga í Buenos Aires, höfðuborg Argentínu. Það ætti því að vera létt fyrir stuðningsmenn félaganna að mæta á báða leiki en svo verður þó ekki raunin. Af öryggisástæðum verður stuðningsmönnum gestaliðsins ekki hleypt inn á leikvanginn, það þykir bara of hættulegt að hleypa blóðheitum og viltum stuðningsmönnum félaganna svo nálægt hverjum öðrum. Heimaliðið fær því fullan stuðning í þessum leikjum. Þessi ákvörðun þarf kannski ekki að koma mikið á óvart. Í ágúst máttu stuðningsmenn gestaliða aftur mæta á útileiki eftir fimm ára bann. Bannið nær samt ennþá yfir innbyrðisleiki á milli fimm stærstu klúbbanna. Áhættan er of mikil að hleypa þeim svo nálægt hverjum öðrum við þessar aðstæður þar sem keppnin og svitinn takmarkast ekki bara við grasvöllinn. River Plate var síðasta argentínska félagið til að vinna Copa Libertadores þegar félagið tók titilinn árið 2015. Það var þriðji sigur River Plate í suðurameríkukeppni félagsliða en Boca Juniors hefur unnið hann mun oftar eða sjö sinnum. Það eru aftur á móti liðin ellefu ár frá síðasta titli Boca Juniors. Fyrri úrslitaleikurinn fer fram á morgun á heimavelli Boca Juniors en sá seinni tveimur vikum síðar á heimavelli River Plate. Það er svo langt á milli leikja af því að það kemur landsleikjahlé FIFA þarna á milli.
Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Sjá meira