Á von á strangari reglum um hagsmunaskráningu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. janúar 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir hefur skipað starfshóp sem ætlað er að koma með úrlausnir á traustvanda stjórnmálastéttarinnar. Vísir/Hanna Allt frá því í bankahruninu 2008 hefur traust almennings á stjórnmálamönnum og ýmsum stofnunum verið í lágmarki. Meðal annars hefur traust almennings gagnvart Alþingi mælst á bilinu 18 til 24 prósent frá febrúar 2009 til dagsins í dag samkvæmt traustmælingum Gallup. Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt að mæta þessu vantrausti með bættum vinnubrögðum og öðrum lausnum en nú hefur Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra, skipað starfshóp sem ætlað er að koma með úrlausnir á þessum traustvanda stjórnmálastéttarinnar. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og er henni ætlað að skila tillögum í Starf nefndarinnar mun verða víðfeðmt og Katrín reiknar með að nefndin skili fjölbreyttum tillögum. „Nú setjum við fyrst almennar siðareglur og reglur um hagsmunaskráningu eftir hrun hér á landi og erum nokkuð sein til í alþjóðlegu samhengi,“ segir Katrín. „Ég á von á því að það verði gerðar kröfur um strangari reglur í þeim efnum. Ekki síst hvað varðar hagsmunaskráningu.“ Þá reiknar hún með því að fram muni koma breytingar á lögum er varða umgjörð stjórnsýslunnar. „Í því samhengi hefur til dæmis verið talað um vernd uppljóstrara og þagnarskyldu starfsmanna stjórnarráðsins sem er eitthvað sem ég vænti þess að sé eitthvað sem þessi nefnd fari yfir.“ Skref í rétta átt en enn skortir pólitíska ábyrgðSmári McCarthy, þingmaður Pírata.Smári McCarthy, þingmaður Pírata segir hópinn skref í rétta átt og fagnar tilkomu hans. Hinsvegar telur hann fleiri þætti mikilvæga til að auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum og telur þörf á að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð í auknu mæli og vísar hann til dæmis til Sigríðar Á Andersen, dómsmálaráðherra, sem sætt hefur gagnrýni vegna málefna Landsréttar. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur ríkt í garð stjórnmálanna í nokkurn tíma,“ segir hann. „Þetta er skref í rétta átt en það eru nokkur augljós skref sem hægt væri að taka strax. Það eru til dæmis spurningar um pólitíska ábyrgð sem hefur ekki almennilega fest sig í sessi í okkar pólitísku menningu. Fólk verður að bera ábyrgð á sínum stjórnarathöfnum og verður að bregðast við þegar það gerir eitthvað á skjön við lög til dæmis.“ Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Allt frá því í bankahruninu 2008 hefur traust almennings á stjórnmálamönnum og ýmsum stofnunum verið í lágmarki. Meðal annars hefur traust almennings gagnvart Alþingi mælst á bilinu 18 til 24 prósent frá febrúar 2009 til dagsins í dag samkvæmt traustmælingum Gallup. Stjórnmálamönnum hefur verið tíðrætt að mæta þessu vantrausti með bættum vinnubrögðum og öðrum lausnum en nú hefur Katrín Jakobsdóttir, Forsætisráðherra, skipað starfshóp sem ætlað er að koma með úrlausnir á þessum traustvanda stjórnmálastéttarinnar. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki, hefur verið skipaður formaður nefndarinnar og er henni ætlað að skila tillögum í Starf nefndarinnar mun verða víðfeðmt og Katrín reiknar með að nefndin skili fjölbreyttum tillögum. „Nú setjum við fyrst almennar siðareglur og reglur um hagsmunaskráningu eftir hrun hér á landi og erum nokkuð sein til í alþjóðlegu samhengi,“ segir Katrín. „Ég á von á því að það verði gerðar kröfur um strangari reglur í þeim efnum. Ekki síst hvað varðar hagsmunaskráningu.“ Þá reiknar hún með því að fram muni koma breytingar á lögum er varða umgjörð stjórnsýslunnar. „Í því samhengi hefur til dæmis verið talað um vernd uppljóstrara og þagnarskyldu starfsmanna stjórnarráðsins sem er eitthvað sem ég vænti þess að sé eitthvað sem þessi nefnd fari yfir.“ Skref í rétta átt en enn skortir pólitíska ábyrgðSmári McCarthy, þingmaður Pírata.Smári McCarthy, þingmaður Pírata segir hópinn skref í rétta átt og fagnar tilkomu hans. Hinsvegar telur hann fleiri þætti mikilvæga til að auka tiltrú almennings á stjórnmálamönnum og telur þörf á að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð í auknu mæli og vísar hann til dæmis til Sigríðar Á Andersen, dómsmálaráðherra, sem sætt hefur gagnrýni vegna málefna Landsréttar. „Það er ótrúlega gott að það sé verið að gera eitthvað í því gífurlega vantrausti sem hefur ríkt í garð stjórnmálanna í nokkurn tíma,“ segir hann. „Þetta er skref í rétta átt en það eru nokkur augljós skref sem hægt væri að taka strax. Það eru til dæmis spurningar um pólitíska ábyrgð sem hefur ekki almennilega fest sig í sessi í okkar pólitísku menningu. Fólk verður að bera ábyrgð á sínum stjórnarathöfnum og verður að bregðast við þegar það gerir eitthvað á skjön við lög til dæmis.“
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira