Till náði vigt en nær hann titlinum? Pétur Marinó Jónsson skrifar 8. september 2018 19:45 Woodley og Till í vigtuninni í gær. Vísir/Getty UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
UFC 228 fer fram í nótt í Dallas þar sem Darren Till freistar þess að ná beltinu af veltivigtarmeistaranum Tyron Woodley í aðalbardaga kvöldsins. Darren Till er gríðarlega stór í veltivigtinni en hann hefur grobbað sig af því að vera 90 kg þegar hann berst í 77 kg veltivigtinni. Niðurskurðurinn er erfiður fyrir hann og hefur honum tvisvar mistekist að ná tilsettri þyngd í vigtuninni fyrir bardaga sína í UFC. Síðast þegar Till barðist var hann 174,5 pund (79,3 kg) og voru því miklar efasemdir á kreiki um hvort Darren Till gæti náð 170 punda (77,3 kg) veltivigtarmörkunum fyrir titilbardagann. Það var þó ekkert vesen á honum í gær fyrir bardagann gegn Tyron Woodley í kvöld. Till þurfti að vera akkúrat 170 pund eða minna fyrir titilbardagann en hann vigtaði sig inn 169 pund (76,8 kg). Till náði vigt í gær og sendi öllum fingurinn en getur hann náð beltinu í nótt? Það hefur margt breyst hjá Darren Till á undanförnum 12 mánuðum. Í september 2017 var hann í einum af upphitunarbardögum kvöldsins þegar hann sigraði Bojan Veličković á litlu bardagakvöldi í Rotterdam. 6 vikum síðar fékk hann óvænt bardaga gegn Donald Cerrone í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi. Þá var hann ekki einu sinni á topp 15 styrkleikalista UFC og enn óskrifað blað í veltivigtinni. Sigurinn á Donald Cerrone breytti lífi hans og eftir sigur á heimavelli gegn Stephen Thompson í maí er Liverpool strákurinn kominn með titilbardaga. Þrátt fyrir að vera ekki búinn að gera neitt svakalega mikið í veltivigtinni er Till örlítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Tyron Woodley er þó vanur því að vera minni spámaður hjá veðbönkum en andstæðingar hans hafa alltaf verið líklegri til sigurs í titilbardögum hans fyrir utan Demian Maia. Þessi óvinsæli meistari hefur líka átt nokkra leiðinlega bardaga í röð. Það mun ekki gera honum neinn greiða ef hann vinnur ósannfærandi aftur í nótt. Það þarf þó oft tvo til svo bardagi verði leiðinlegur og vonandi mun Darren Till neyða Woodley til að taka fleiri sénsa. Titilbardaginn í veltivigt verður aðalbardaginn á UFC 228 í nótt. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00 Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22 Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00 Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC. 8. júní 2018 11:00
Taktískur sigur Darren Till í Liverpool UFC var með bardagakvöld í Liverpool fyrr í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins sigraði heimamaðurinn Darren Till hinn bandaríska Stephen Thompson eftir umdeilda dómaraákvörðun. 27. maí 2018 21:22
Till rýkur upp styrkleikalista UFC Englendingurinn Darren Till er hástökkvari vikunnar á styrkleikalistum UFC. 31. maí 2018 23:00