Sport

Fimmta lotan: Till missti sjónina í niðurskurðinum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pétur Marinó og Steindi Jr. þekkja UFC-heiminn út og inn.
Pétur Marinó og Steindi Jr. þekkja UFC-heiminn út og inn.

Félagarnir Steindi Jr. og Pétur Marinó Jónsson eru gestir Fimmtu lotunnar á Vísi þar sem rætt er um allt milli himins og jarðar í UFC.

Umræðuefnin að þessu sinni eru Darren Till og Conor McGregor. Till vann góðan sigur á Stephen Thompson á dögunum en þó ekki án vandræða. Hann var allt of þungur í vigtuninni þó svo hann hefði lagt mikið á sig í niðurskurðinum sem gekk ansi nærri honum.

„Hann á að skammast sín fyrir þetta og ég held að hann hafi gert það,“ sagði Steindi Jr. og Pétur Marinó bætti við.

„Hann er að monta sig af því að vera 90 kíló þegar hann er að berjast í 77 kg flokki. Það á bara að vera ólöglegt. Það kom myndband af niðurskurðinum þar sem hann missti sjónina því hann var orðinn svo þurr. Hvað eru menn eiginlega að gera?“

Sjá má þá Pétur og Steinda fara á kostum í þættinum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.