Erlent

Fórnarlömb fimleikalæknisins fá 500 milljónir dollara

Kjartan Kjartansson skrifar
Nassar er nú á bak við lás og slá.
Nassar er nú á bak við lás og slá. Vísir/Getty

Ríkisháskólinn í Michigan hefur gert sátt við fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis Larry Nassar, læknis bandaríska fimleikaliðsins, og ætlar að greiða þeim 500 milljónir dollara. Hundruð kvenna hafa sakað Nassar um kynferðislegt ofbeldi.Reuters-fréttastofan segir að samkvæmt samkomulaginu fái 332 fórnarlömb Nassar samtals 425 milljónir en 75 milljónir dollara til viðbóta verði lagðar í sjóð til að greiða út ef fleiri fórnarlömb hans stíga fram síðar.Nassar situr nú í fangelsi vegna brota sinna. Hann braut gegn fjölda stúlkna og ungra kvenna þegar hann starfaði sem læknir við háskólann og fyrir ólympíulið Bandaríkjanna í fimleikum. Hundruð fórnarlamba hans lýstu misnotkuninni við réttarhöldin yfir honum.Sáttin nú nær aðeins til fórnarlamba Nassar þegar hann starfaði við Ríkisháskólann í Michigan, að sögn New York Times.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.