Hefðbundin bankaþjónusta heyri brátt sögunni til Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. febrúar 2018 20:00 Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira