Hefðbundin bankaþjónusta heyri brátt sögunni til Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. febrúar 2018 20:00 Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“ Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Framundan eru miklar breytingar í fjármálaþjónustu að mati sérfræðings í fjártækni. Þannig mun vægi hefðbundinna bankastofnana minnka og heimabankinn verður líkari samfélagsmiðli. Nýrri Evrópulöggjöf er ætlað að opna fjármálamarkaðinn og auka réttindi neytenda. Löggjöfin, sem kölluð er PSD2, tekur gildi á þessu ári, en eitt stærsta atriðið í henni snýr að því að skikka banka og greiðslukortaveitur til að opna fyrir aðgang þriðju aðila að innlánareikningum hjá fjármálastofnunum. Hugmyndin er að einstaklingar geti með auðveldari hætti flutt gögn á milli og nýtt sér þjónustu margra aðila í einu. Þróunin hefur opnað á innkomu svokallaðra fjártæknifyrirtækja á markað, en meðal slíkra fyrirtækja hérlendis má nefna Framtíðina, Aur og Meniga. Georg Lúðvíksson forstjóri Meniga er talsmaður nýstofnaðra Samtaka fjártæknifyrirtækja. Hann segir þróunina opna möguleikann á langtum fjölbreyttari þjónustu en boðist hefur hingað til. „Þetta þýðir t.d. eins og fólk þekkir að leyfa einhverju appi að nálgast Facebook gögnin sín, á sama hátt áttu að geta leyft appi að nálgast bankagögnin þín og færslur – og ekki bara að nálgast gögnin heldur líka að millifæra fyrir þína hönd. Þetta býður upp á alls konar möguleika, t.d. að lítil sprotafyrirtæki geta reynt að verða aðal netbankinn þinn. Þetta þýðir líka að Íslandsbanki getur boðið upp á að bæta við bankareikningunum hjá Landsbankanum og Arion eða öfugt,“ segir Georg.Bless við bankann? AUR hefur undanfarið rekið auglýsingaherferð með slagorðinu „Segðu bless við bankann“. Fríða Jónsdóttir er ráðgjafi hjá Deloitte í London sem sérhæfir sig í fjártæknifyrirtækjum. Hún flutti erindi á morgunverðarfundi Fjármálaeftirlitsins um breytingar í fjármálageiranum í morgun. En telur Fríða að við séum í raun og veru að fara að kveðja hefðbundna banka? „Kannski ekki alveg, en við gætum verið að segja bless við banka lógó-ið, bankaímyndina,“ segir Fríða. Hún telur líklegt að þróunin verði svipuð og verið hefur í fluggeiranum. Þannig hafi fólk á árum áður farið inn á vefi tiltekinna félaga og bókað sér ferðir, en í dag notist flestir við leitarvélar á borð við Dohop og setji saman ódýrustu og hentugustu ferðina hverju sinni. „Það er eitthvað sem ég held að við getum farið að sjá meira, þessi öpp sem við förum inn á og veljum okkur lán eftir því hvað er ódýrast og hentugast. Okkur er þá ekki jafn mikils virði hvaða banki það er.“
Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent