Fékk Ólympíubronsið sitt tíu árum of seint Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 17:00 Kelly Sotherton með bronsverðlaunin sín. Vísir/Getty Sjöþrautarkonan Kelly Sotherton stóð aldrei á verðlaunapallinum í Fuglahreiðrinu í Peking 16. ágúst 2008 eins og hún átti að gera. Nú tíu árum síðar hefur hún loksins fengið bronsið sitt. Á verðlaunapallinum eftir sjöþratarkeppni Ólympíuleikanna 2008 stóðu Ólympíumeistarinn Nataliya Dobrynska frá Úkraínu, silfurverðlaunahafinn Lyudmila Blonska frá Úkraínu og bronsverðlaunahafinn Hyleas Fountain frá Bandaríkjunum. Lyudmila Blonska fékk hins vegar á lyfjaprófi á leikunum og missti strax verðlaunin sín. Eftir tilfæringar vegna þess var Hyleas Fountain komin upp í annað sætið og hin rússneska Tatyana Chernova fékk þá bronsverðlaunin. Sagan var aftur á móti ekki öll því níu árum seinna var sýni Tatyana Chernova prófað með betri tækni og þá kom í ljós að hún hafði líka notað ölögleg lyf á leikunum. Chernova missti því bronsið sitt.After 10 years of waiting, Kelly Sotherton has finally been awarded her bronze medal from the Beijing Olympics. https://t.co/KcEs5HiaBupic.twitter.com/LTMuCEvav5 — BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2018Kelly Sotherton endaði í fimmta sæti í keppninni en var nú allt í einu komin upp í þriðja sætið og inn á pall. Í ágúst 2008 var hún 31 árs gömul og á lokakafla ferilsins. Nú er hún 41 árs gömul og hefur verið með skóna upp á hillu í mörg ár. Kelly Sotherton fékk loksins bronsið sitt frá ÓL 2008 í gær á samkomu hjá breska Ólympíuliðinu. Kelly Sotherton á nú þrenn verðlaun frá Ólympíuleikum. Hún vann líka brons í sjöþrautinni á ÓL í Aþenu 2004 og var einnig í bronsliðið Breta í 4 x 400 metra boðhlaupi í Peking. Í viðtali við BBC sagðist Kelly Sotherton vera á sama tíma „ánægð, leið, reið og bitur“ en að hún vissi alltaf að hún myndi fá bronsverðlaunin á endanum. „Ég vissi það innst í hjarta mínu að þessi medalía var alltaf mín,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton hefur sagt frá því að hún geymi verðlaunapeninga sína vanalega í sokkaskúffunni en þetta langþráða brons fær enga slíka meðferð. „Ég mun ekki geyma þessa medalíu í sokkaskúffunni því þetta er medalían sem ég hef verið að bíða eftir í svo langan tíma,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton varð líka vitni af því þegar Lyudmila Blonska fékk eitthvað frá þjálfara sínum í keppnnni í Peking fyrir rúmum tíu árum. Lyudmila Blonska skildi líka eftir tvær tómar lyfjaflöskur sem Sotherton lét móthaldara síðan fá. „Þú vilt ekki koma út sem tapsár þegar þú endar í fjórða eða fimmta sæti. Þetta angraði mig samt alla tímann frá Peking þangað til að ég fékk að vita að bronsið væri á leiðinni til mín,“ sagði Sotherton.Kelly Sotherton með bronsið í gær.Vísir/Getty Ólympíuleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Sjá meira
Sjöþrautarkonan Kelly Sotherton stóð aldrei á verðlaunapallinum í Fuglahreiðrinu í Peking 16. ágúst 2008 eins og hún átti að gera. Nú tíu árum síðar hefur hún loksins fengið bronsið sitt. Á verðlaunapallinum eftir sjöþratarkeppni Ólympíuleikanna 2008 stóðu Ólympíumeistarinn Nataliya Dobrynska frá Úkraínu, silfurverðlaunahafinn Lyudmila Blonska frá Úkraínu og bronsverðlaunahafinn Hyleas Fountain frá Bandaríkjunum. Lyudmila Blonska fékk hins vegar á lyfjaprófi á leikunum og missti strax verðlaunin sín. Eftir tilfæringar vegna þess var Hyleas Fountain komin upp í annað sætið og hin rússneska Tatyana Chernova fékk þá bronsverðlaunin. Sagan var aftur á móti ekki öll því níu árum seinna var sýni Tatyana Chernova prófað með betri tækni og þá kom í ljós að hún hafði líka notað ölögleg lyf á leikunum. Chernova missti því bronsið sitt.After 10 years of waiting, Kelly Sotherton has finally been awarded her bronze medal from the Beijing Olympics. https://t.co/KcEs5HiaBupic.twitter.com/LTMuCEvav5 — BBC Sport (@BBCSport) September 14, 2018Kelly Sotherton endaði í fimmta sæti í keppninni en var nú allt í einu komin upp í þriðja sætið og inn á pall. Í ágúst 2008 var hún 31 árs gömul og á lokakafla ferilsins. Nú er hún 41 árs gömul og hefur verið með skóna upp á hillu í mörg ár. Kelly Sotherton fékk loksins bronsið sitt frá ÓL 2008 í gær á samkomu hjá breska Ólympíuliðinu. Kelly Sotherton á nú þrenn verðlaun frá Ólympíuleikum. Hún vann líka brons í sjöþrautinni á ÓL í Aþenu 2004 og var einnig í bronsliðið Breta í 4 x 400 metra boðhlaupi í Peking. Í viðtali við BBC sagðist Kelly Sotherton vera á sama tíma „ánægð, leið, reið og bitur“ en að hún vissi alltaf að hún myndi fá bronsverðlaunin á endanum. „Ég vissi það innst í hjarta mínu að þessi medalía var alltaf mín,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton hefur sagt frá því að hún geymi verðlaunapeninga sína vanalega í sokkaskúffunni en þetta langþráða brons fær enga slíka meðferð. „Ég mun ekki geyma þessa medalíu í sokkaskúffunni því þetta er medalían sem ég hef verið að bíða eftir í svo langan tíma,“ sagði Kelly Sotherton. Kelly Sotherton varð líka vitni af því þegar Lyudmila Blonska fékk eitthvað frá þjálfara sínum í keppnnni í Peking fyrir rúmum tíu árum. Lyudmila Blonska skildi líka eftir tvær tómar lyfjaflöskur sem Sotherton lét móthaldara síðan fá. „Þú vilt ekki koma út sem tapsár þegar þú endar í fjórða eða fimmta sæti. Þetta angraði mig samt alla tímann frá Peking þangað til að ég fékk að vita að bronsið væri á leiðinni til mín,“ sagði Sotherton.Kelly Sotherton með bronsið í gær.Vísir/Getty
Ólympíuleikar Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Konráð Valur valinn knapi ársins Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Sjá meira