Ótrúlega gefandi starf Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. janúar 2018 09:45 Sylvía Hallsdóttir í síðustu messu sinni sem meðhjálpari. Mynd/Guðmundur Magnússon Það var á aðfangadag árið 1995 sem Sylvía Halldórsdóttir var beðin að vera meðhjálpari í messu í Útskálakirkju sama dag klukkan 18, því starfandi meðhjálpari væri veikur. Eftir það varð ekki aftur snúið. Nú rúmum 22 árum síðar hefur hún sagt skilið við embættið og lét messuna á gamlárskvöld 2017 marka þau tímamót. Sylvía er fædd í Skinnalóni á Melrakkasléttu haustið 1944 en ólst upp á Raufarhöfn frá þriggja ára aldri. Hún fór snemma að vinna, var í sveit og svo til skiptis í sveit eða að passa börn. Þá vann hún við síldarsöltun og einnig á símstöðinni á Raufarhöfn þar sem voru þrjár símalínur til Akureyrar sem þurftu að gagnast öllum, bæði heimamönnum, síldarvinnslufólki og síldarflotanum. Sylvía vann einnig við verslunarstörf, fiskvinnslu og í rúm 20 ár á hjúkrunarheimili í Garðinum eða þar til því var lokað 2014. „Ég kem úr stórri fjölskyldu, við erum sjö systur og einn bróðir og afkomendur frá foreldrum mínum eru á bilinu 130 til 140. Sjálf á ég mann, tvö börn, þrjú ömmubörn og þrjú langömmubörn,“ segir Sylvía um fjölskyldu sína. Sylvía segir að allt hafi verið skemmtilegt við að vera meðhjálpari í Útskálakirkju en hlutverkið felst í því að undirbúa fyrir messur og aðstoða í þeim, vera við skírnir, brúðkaup, jarðarfarir, líta eftir kirkjuhúsinu, sjá um að flagga og jafnvel taka á móti fólki sem vildi skoða kirkjuna. „Starfið var alltaf skemmtilegt og gaf mér mikið, það erfiða var jafnvel mest gefandi í starfinu. Maður fékk að sjá svo vel hvað manneskjan er margbreytileg. Þetta starf er ótrúlega gefandi, það er ekki hægt að meta það til fjár,“ bætir Sylvía við. Hún starfaði með mörgum prestum í kirkjunni, meðal annarra þeim Sigfúsi B. Ingvasyni, Hirti Magna Jóhannssyni, Birni Sveini Björnssyni, Önundi Björnssyni, Arngrími Jónssyni, Báru Friðriksdóttur og núverandi presti, Sigurði Grétari Sigurðssyni. Einnig ótal mörgum öðrum sem voru í einni athöfn eða fleirum. Sylvía segir gott að hætta á þessum tímamótum, starfið sé frekar bindandi og hún ætli nú að njóta þess að vera frjáls. mhh@frettabladid.is Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
Það var á aðfangadag árið 1995 sem Sylvía Halldórsdóttir var beðin að vera meðhjálpari í messu í Útskálakirkju sama dag klukkan 18, því starfandi meðhjálpari væri veikur. Eftir það varð ekki aftur snúið. Nú rúmum 22 árum síðar hefur hún sagt skilið við embættið og lét messuna á gamlárskvöld 2017 marka þau tímamót. Sylvía er fædd í Skinnalóni á Melrakkasléttu haustið 1944 en ólst upp á Raufarhöfn frá þriggja ára aldri. Hún fór snemma að vinna, var í sveit og svo til skiptis í sveit eða að passa börn. Þá vann hún við síldarsöltun og einnig á símstöðinni á Raufarhöfn þar sem voru þrjár símalínur til Akureyrar sem þurftu að gagnast öllum, bæði heimamönnum, síldarvinnslufólki og síldarflotanum. Sylvía vann einnig við verslunarstörf, fiskvinnslu og í rúm 20 ár á hjúkrunarheimili í Garðinum eða þar til því var lokað 2014. „Ég kem úr stórri fjölskyldu, við erum sjö systur og einn bróðir og afkomendur frá foreldrum mínum eru á bilinu 130 til 140. Sjálf á ég mann, tvö börn, þrjú ömmubörn og þrjú langömmubörn,“ segir Sylvía um fjölskyldu sína. Sylvía segir að allt hafi verið skemmtilegt við að vera meðhjálpari í Útskálakirkju en hlutverkið felst í því að undirbúa fyrir messur og aðstoða í þeim, vera við skírnir, brúðkaup, jarðarfarir, líta eftir kirkjuhúsinu, sjá um að flagga og jafnvel taka á móti fólki sem vildi skoða kirkjuna. „Starfið var alltaf skemmtilegt og gaf mér mikið, það erfiða var jafnvel mest gefandi í starfinu. Maður fékk að sjá svo vel hvað manneskjan er margbreytileg. Þetta starf er ótrúlega gefandi, það er ekki hægt að meta það til fjár,“ bætir Sylvía við. Hún starfaði með mörgum prestum í kirkjunni, meðal annarra þeim Sigfúsi B. Ingvasyni, Hirti Magna Jóhannssyni, Birni Sveini Björnssyni, Önundi Björnssyni, Arngrími Jónssyni, Báru Friðriksdóttur og núverandi presti, Sigurði Grétari Sigurðssyni. Einnig ótal mörgum öðrum sem voru í einni athöfn eða fleirum. Sylvía segir gott að hætta á þessum tímamótum, starfið sé frekar bindandi og hún ætli nú að njóta þess að vera frjáls. mhh@frettabladid.is
Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Fleiri fréttir Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein