Gögnin ljúga ekki, jólalögin nálgast Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 11:15 Ætli þessir flottu karlar fari ekki að taka sér stöðu á Laugarveginum bráðum. Fréttablaðið/Ernir Þó enn sé um einn og hálfur mánuður í jólin virðist sem að jólalagatímabilið sé að hefjast. Það er að segja, ef marka má leitarvél Google þar sem fólk er nú byrjað að leita að jólalögum á netinu. Leitarmynstur þetta, sem vísað er í í hlekknum hér að ofan, á sérstaklega við Bretland en sama þróun virðist eiga sér stað hér á Íslandi, og eins og við öll vitum, þegar jólalögin fara af stað er stutt í skreytingarnar og ljósin, og gögnin segja að jólalögin nálgist. Sé notkun leitarorðsins „Jólalög“ skoðuð á Google Trends kemur í ljós að, burtséð frá þessum undarlegu tindum um hásumar, að Íslendingar eru nokkuð samkvæmir sjálfum sér varðandi jólalög. Mögulega er útskýringin á þessum sumartindum sú að íslenskir tónlistarmenn séu í dauðaleit að jólalögum til að leika á þeim fjölda jólatónleikum sem haldnir eru nú fyrir þessa hátíð ljóss og friðar. Það er alfarið byggt á hávísindalegri ágiskun þess sem þetta ritar. Enn sem komið er virðist sem að þetta fólk sé að hlusta á jólalög í dimmum kjöllurum og jafnvel í háum turnum. Það er allavega ekki enn farið að spila jólalög í útvarpinu eða á almannafæri. Íbúar Norðurlands vestra virðast hafa mestan áhuga á jólalögum og þar á eftir koma Vestfirðingar, sé litið til síðustu fimm ára. Ekki er víst að til séu rannsóknir sem útskýra þessa hegðun. Kannski er það snjórinn sem spilar inn í, eða nálægðin við Norðurpólinn. Sá sem þetta ritar byggir þá ágiskun þó á algörlega engu. Samantekt Google Trends fylgja einnig þær upplýsingar að þeir sem leita með orðinu „jólalög“ eiga það einnig til að leita með orðunum „jólalög íslensk“ og „jólalög textar“, einhverra hluta vegna. Við þetta tilefni er vert að kanna hvenær lesendum Vísis þykir við hæfi að hefja spilun jólalega. Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Þó enn sé um einn og hálfur mánuður í jólin virðist sem að jólalagatímabilið sé að hefjast. Það er að segja, ef marka má leitarvél Google þar sem fólk er nú byrjað að leita að jólalögum á netinu. Leitarmynstur þetta, sem vísað er í í hlekknum hér að ofan, á sérstaklega við Bretland en sama þróun virðist eiga sér stað hér á Íslandi, og eins og við öll vitum, þegar jólalögin fara af stað er stutt í skreytingarnar og ljósin, og gögnin segja að jólalögin nálgist. Sé notkun leitarorðsins „Jólalög“ skoðuð á Google Trends kemur í ljós að, burtséð frá þessum undarlegu tindum um hásumar, að Íslendingar eru nokkuð samkvæmir sjálfum sér varðandi jólalög. Mögulega er útskýringin á þessum sumartindum sú að íslenskir tónlistarmenn séu í dauðaleit að jólalögum til að leika á þeim fjölda jólatónleikum sem haldnir eru nú fyrir þessa hátíð ljóss og friðar. Það er alfarið byggt á hávísindalegri ágiskun þess sem þetta ritar. Enn sem komið er virðist sem að þetta fólk sé að hlusta á jólalög í dimmum kjöllurum og jafnvel í háum turnum. Það er allavega ekki enn farið að spila jólalög í útvarpinu eða á almannafæri. Íbúar Norðurlands vestra virðast hafa mestan áhuga á jólalögum og þar á eftir koma Vestfirðingar, sé litið til síðustu fimm ára. Ekki er víst að til séu rannsóknir sem útskýra þessa hegðun. Kannski er það snjórinn sem spilar inn í, eða nálægðin við Norðurpólinn. Sá sem þetta ritar byggir þá ágiskun þó á algörlega engu. Samantekt Google Trends fylgja einnig þær upplýsingar að þeir sem leita með orðinu „jólalög“ eiga það einnig til að leita með orðunum „jólalög íslensk“ og „jólalög textar“, einhverra hluta vegna. Við þetta tilefni er vert að kanna hvenær lesendum Vísis þykir við hæfi að hefja spilun jólalega.
Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira