Danny Boyle staðfestir að hann sé að skrifa Bond-handrit Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2018 18:49 Leikstjórinn Danny Boyle. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle hefur staðfest að hann sé að vinna að handriti næstu kvikmyndar um njósnarann James Bond. Myndin verður sú tuttugasta og fimmta í röðinni en Boyle vinnur að handritinu ásamt handritshöfundinum John Hodge en sama skrifuðu þeir Trainspotting. Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Boyle væri að vinna að Bond-handriti en hann staðfesti það á forsýningu á nýjustu þáttaröð hans Trust í vikunni. Á vef Deadline kemur fram að þegar þeir Boyle og Hodge skila inn handritinu þá hafi framleiðslufyrirtækið MGM um tvennt að velja. Annars vegar að notast við handrit Boyle og Hodges og fá þannig Danny Boyle sem leikstjóra myndarinnar. Ef forsvarsmenn MGM verða ekki hrifnir af hugmyndinni eiga þeir þó enn handrit Neal Purvis og Robert Wade, en þeir höfðu áður skrifað handrit Bond-myndanna Skyfall, Spectre og Casino Royale. Ef það handrit verður fyrir valinu eru þeir með lista af leikstjórum sem þeir vilja að taki við verkinu en það eru þeir Yann Demange, Denis Villeneuve og David Mackenzie. Boyle hefur áður unnið með Daniel Craig, sem hefur leikið Bond í undanförnum myndum. Það var þegar Boyle sá um að leikstýra opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London árið 2012. Áætlað er að næsta Bond-mynd veðri frumsýnd í nóvember 2019. James Bond Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn Danny Boyle hefur staðfest að hann sé að vinna að handriti næstu kvikmyndar um njósnarann James Bond. Myndin verður sú tuttugasta og fimmta í röðinni en Boyle vinnur að handritinu ásamt handritshöfundinum John Hodge en sama skrifuðu þeir Trainspotting. Orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Boyle væri að vinna að Bond-handriti en hann staðfesti það á forsýningu á nýjustu þáttaröð hans Trust í vikunni. Á vef Deadline kemur fram að þegar þeir Boyle og Hodge skila inn handritinu þá hafi framleiðslufyrirtækið MGM um tvennt að velja. Annars vegar að notast við handrit Boyle og Hodges og fá þannig Danny Boyle sem leikstjóra myndarinnar. Ef forsvarsmenn MGM verða ekki hrifnir af hugmyndinni eiga þeir þó enn handrit Neal Purvis og Robert Wade, en þeir höfðu áður skrifað handrit Bond-myndanna Skyfall, Spectre og Casino Royale. Ef það handrit verður fyrir valinu eru þeir með lista af leikstjórum sem þeir vilja að taki við verkinu en það eru þeir Yann Demange, Denis Villeneuve og David Mackenzie. Boyle hefur áður unnið með Daniel Craig, sem hefur leikið Bond í undanförnum myndum. Það var þegar Boyle sá um að leikstýra opnunarhátíð Ólympíuleikanna í London árið 2012. Áætlað er að næsta Bond-mynd veðri frumsýnd í nóvember 2019.
James Bond Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira