Það er svo erfitt að keppa í tónlist Guðný Hrönn skrifar 1. mars 2018 08:00 Rósa (í miðjunni) segir einstaklega góða stemningu ríkja innan Fókus-hópsins. Vísir/ernir Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Það ríkir gleði og góð stemning í sönghópnum Fókus að sögn Rósu Bjargar, einnar af meðlimum hópsins, en Fókus skipa þau Karítas Harpa Davíðsdóttir, Eiríkur Þór Hafdal, Sigurjón Örn Böðvarsson, Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir og Rósa Björg Ómarsdóttir. Rósa segir þó líka geta verið krefjandi að vera partur af sönghóp þar sem allir eru þannig lagað í sama hlutverkinu. „Það getur klárlega verið erfitt. Við erum öll aðalsöngvarar,“ segir hún og hlær. „Og ef maður er mikið með einhverjum þá myndast auðvitað alltaf einhver spenna. En það er bara eðlilegt,“ segir Rósa glöð í bragði. „Við höfum það bara sem reglu að tala opinskátt ef eitthvað er að trufla okkur. Við vorum svo miklir vinir áður en við fórum út í þetta verkefni og viljum ekki skemma það. Þetta er auðvitað mikið álag þó þetta sé draumaálag.“ Meðlimir hópsins kynntust í annarri þáttaröð Voice. Þar voru þau að keppa við hvert annað en urðu samt fljótt miklir vinir. „Það var alltaf svo gaman baksviðs og það myndaðist þannig séð aldrei einhver samkeppni á milli okkar. Við studdum alltaf við bakið á hvert öðru,“ útskýrir Rósa. Strax eftir Voice fóru þau að ræða um að gera eitthvað saman, samhliða sólóverkefnum. „Við töluðum um að halda tónleika saman eða eitthvað og við gerðum það. Það vatt svo upp á sig því við fengum svo góðar viðtökur,“ segir Rósa. Núna er Fókus að keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins með lagið Aldrei gefast upp og hópurinn freistar þess að komast á Eurovision í maí. Rósa segir þau fara með það viðhorf sem þau tileinkuðu sér í Voice í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Við lítum ekki á þetta sem samkeppni. Það er svo erfitt að keppa í tónlist því þetta er bara spurning um hvað fólk fílar.“Mismiklir aðdáendur Spurð út í hvort þau séu öll miklir Eurovision-aðdáendur segir Rósa: „Já, en við vorum kannski mismiklir aðdáendur. En eftir þetta ferli eru allir í hópnum orðnir miklir Eurovision-aðdáendur. Sjálf hef ég horft á keppnina frá því að ég man eftir mér. Sigurjón og Eiríkur eru sérstaklega miklir aðdáendur, þeir eru alveg með öll ártöl og allt á hreinu.“ Rósa hefur farið á Eurovision sem áhorfandi og síðan þá hefur hún horft öðrum augum á keppnina. „Þetta er svo mikil upplifun og þarna ríkir svo mikil gleði. Ég varð bara ástfangin af þessu,“ segir Rósa. Hún bætir við að lokum að hópurinn sé afar þakklátur fyrir góð viðbrögð sem hann hefur fengið. „Það er ótrúlegt að finna hvað maður er að ná til margra, erlendis og hérlendis.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira