Áhrifavaldar Íslands mættu á forsýningu á Fullum Vösum Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2018 14:30 Egill Ploder, Nökkvi Fjalar, Aron Mola og Birgitta Líf voru að sjálfsögðu á svæðinu. Kvikmyndin Fullir Vasar var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi og var troðfullt úr úr dyrum. Fullir Vasar fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands og fer þá af stað atburðarás sem enginn sá fyrir. Þó að aðalleikarar myndarinnar séu flestum landsmönnum góðkunnir, og þá sérstaklega snjallsímakynslóðinni, þá er þetta frumraun þeirra flestra á hvíta tjaldinu. Hjálmar Örn Jóhannsson, snappari og skemmtikraftur, fer með aðalhlutverk myndarinnar en í stærstu hlutverkunum auk hans eru Aron Már og Áttumennirnir Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera meðal vinsælustu Íslendinganna á Snapchat. Anton Ingi Sigurðsson leikstýrði kvikmyndinni. Þá þurfti því ekki að koma á óvart að helstu áhrifavaldar landsins voru mættir á forsýninguna eins og sjá má hér að neðan. Kvikmyndin verður síðan frumsýnd um land allt þann 23. febrúar. Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Fullir Vasar var forsýnd í Smárabíó í gærkvöldi og var troðfullt úr úr dyrum. Fullir Vasar fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands og fer þá af stað atburðarás sem enginn sá fyrir. Þó að aðalleikarar myndarinnar séu flestum landsmönnum góðkunnir, og þá sérstaklega snjallsímakynslóðinni, þá er þetta frumraun þeirra flestra á hvíta tjaldinu. Hjálmar Örn Jóhannsson, snappari og skemmtikraftur, fer með aðalhlutverk myndarinnar en í stærstu hlutverkunum auk hans eru Aron Már og Áttumennirnir Egill Ploder Ottósson og Nökkvi Fjalar Orrason. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera meðal vinsælustu Íslendinganna á Snapchat. Anton Ingi Sigurðsson leikstýrði kvikmyndinni. Þá þurfti því ekki að koma á óvart að helstu áhrifavaldar landsins voru mættir á forsýninguna eins og sjá má hér að neðan. Kvikmyndin verður síðan frumsýnd um land allt þann 23. febrúar.
Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira