Adrift þriðja vinsælasta kvikmyndin Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. júní 2018 07:45 Adrift verður frumsýnd hér á landi þann 13. júní næstkomandi. STXFILMS Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. Kvikmyndin er talin hafa rakað inn um 11,5 milljónum bandaríkjadala þessa fyrstu sýningarhelgi, eða næstum 1,2 milljörðum króna. Myndin er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Því má ætla að fyrsta sýningarhelgin hafi náð að greiða upp um þriðjung kostnaðarins. Á vef Rotten Tomatoes kemur fram að Adrift sé jafnframt sú nýja kvikmynd, þ.e. kvikmynd sem frumsýnd var um helgina, sem aflaði mestra tekna. Aðeins stórmyndirnar Solo: A Star Wars Story og Deadpool 2 nutu meiri vinsælda.Sjá einnig: Mynd Baltasars fær blendnar viðtökurAthyglisvert verður að teljast að spá Variety um gengi myndarinnar gekk nokkurn veginn fullkomlega eftir. Glanstímaritið áætlaði í liðinni viku að Adrift yrði þriðja aðsóknarhæsta myndin og kynni að hala inn um 7 til 11 milljónum bandaríkjadala. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi voru fyrstu viðtökur Adrift heldur blendnar. Myndin virðist þó hafa rétt nokkuð úr kútnum síðustu daga, 71% gagnrýnenda teljast nú hrifnir af myndinni og heil 87% áhorfenda. Adrift fær til að mynda fjórar stjörnur af fjórum mögulegum frá gagnrýnanda breska stórblaðsins Guardian. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi. Til gamans má geta að Íslendingar koma að tveimur aðsóknarmestu kvikmyndunum vestanhafs þessa helgina. Að frátalinni fyrrnefndri Adrift ber Elísabet Ronaldsdóttir ábyrgð á klippingu Deadpool 2, sem situr í öðru sæti listans. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 „Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“ Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynsluna. 3. júní 2018 17:05 Mynd Baltasars fær blendnar viðtökur Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. 1. júní 2018 07:19 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Adrift, nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, var þriðja aðsóknarmesta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum um helgina. Kvikmyndin er talin hafa rakað inn um 11,5 milljónum bandaríkjadala þessa fyrstu sýningarhelgi, eða næstum 1,2 milljörðum króna. Myndin er talin hafa kostað um 35 milljónir dollara í framleiðslu, eða um 3,6 milljarða íslenskra króna. Því má ætla að fyrsta sýningarhelgin hafi náð að greiða upp um þriðjung kostnaðarins. Á vef Rotten Tomatoes kemur fram að Adrift sé jafnframt sú nýja kvikmynd, þ.e. kvikmynd sem frumsýnd var um helgina, sem aflaði mestra tekna. Aðeins stórmyndirnar Solo: A Star Wars Story og Deadpool 2 nutu meiri vinsælda.Sjá einnig: Mynd Baltasars fær blendnar viðtökurAthyglisvert verður að teljast að spá Variety um gengi myndarinnar gekk nokkurn veginn fullkomlega eftir. Glanstímaritið áætlaði í liðinni viku að Adrift yrði þriðja aðsóknarhæsta myndin og kynni að hala inn um 7 til 11 milljónum bandaríkjadala. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi voru fyrstu viðtökur Adrift heldur blendnar. Myndin virðist þó hafa rétt nokkuð úr kútnum síðustu daga, 71% gagnrýnenda teljast nú hrifnir af myndinni og heil 87% áhorfenda. Adrift fær til að mynda fjórar stjörnur af fjórum mögulegum frá gagnrýnanda breska stórblaðsins Guardian. Adrift verður frumsýnd hér á landi 13. júní næstkomandi. Til gamans má geta að Íslendingar koma að tveimur aðsóknarmestu kvikmyndunum vestanhafs þessa helgina. Að frátalinni fyrrnefndri Adrift ber Elísabet Ronaldsdóttir ábyrgð á klippingu Deadpool 2, sem situr í öðru sæti listans.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42 „Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“ Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynsluna. 3. júní 2018 17:05 Mynd Baltasars fær blendnar viðtökur Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. 1. júní 2018 07:19 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Spá Adrift þriðja sæti á lista yfir aðsóknarmestu myndirnar vestanhafs Er myndin sögð upplögð fyrir ungt fólk í leit að afþreyingu á stefnumótum og gæti því komið sterk inn á þessari helgi. 31. maí 2018 10:42
„Mér líður eins og ég hafi eignast vin fyrir lífstíð“ Aðalleikararnir í nýjustu mynd Baltasars Kormáks, Adrift, eru virkilega ánægðir með reynsluna. 3. júní 2018 17:05
Mynd Baltasars fær blendnar viðtökur Nýjasta stórmynd Baltasars Kormáks, ástar-slysamyndin Adrift, fær sæmilega dóma ef marka má gagnrýnendur vestanhafs. 1. júní 2018 07:19