Veiðir við höfnina til að spara og slaka á Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2018 15:00 Muhammed að veiða sér í matinn og notar tímann til að slaka á og læra. „Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn. Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
„Ég er nú bara að elda mér þorsk,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, 24 ára gamall nemandi á meistarastigi í félagsfræði við Háskóla Íslands, þegar blaðamaður hefur samband. Það væri ekki í frásögur færandi fyrir utan þá staðreynd að þorskinn veiddi Muhammed sjálfur við höfn í Reykjavík. „Ég veiddi mikið í sumar og gekk frá í frysti. Ég á góðar birgðir af fiski í vetur. Ég fer bara með veiðistöngina mína, besti staðurinn er nærri Eimskip. Ég sé marga aðra veiða þar, mér finnst þetta líka ein besta slökun sem kostur er á,“ segir Muhammed frá. Hann steikir þorskinn á pönnu með sítrónu, salti, pipar og lauk. „Þetta er góður matur og fyrir manneskju í námi er þetta ágætis sparnaðarráð.“ Muhammed flutti til Íslands fyrir nokkrum árum frá Slagelse í Danmörku, bæ ekki fjarri Kaupmannahöfn. „Ég er fæddur í Danmörku. En móðir mín flutti þangað þriggja ára gömul. Við erum Kúrdar frá Tyrklandi. Mamma hefur plumað sig vel í Danmörku og er nú skólastjóri í Slagelse. Pabbi kom seinna til Danmerkur, eða eftir tvítugt. Það var miklu erfiðara fyrir hann að aðlagast. Hann var menntaður dýralæknir en námið og reynslan ekki metin í Danmörku. Hann þurfti því að taka gráðuna aftur í Danmörku á ókunnu tungumáli. Hverju einasta orði sem hann las þurfti hann að fletta upp í orðabók. Honum tókst þetta, það kostaði blóð, svita og tár. Pabbi átti seinna eftir að gefa mér ráð þegar ég flutti til Íslands. Að gefast ekki upp. Ég kunni ekki stakt orð í íslensku þegar ég fluttist hingað en lauk BS-gráðu á íslensku í félagsfræði,“ segir Muhammed léttur í sinni. Hann lærði mest í íslensku af aldraðri nágrannakonu sinni. „Ég átti dásamlegan nágranna sem kenndi mér mikið í íslensku. Hún er núna á Hrafnistu en ég geri ráð fyrir að heimsækja hana um jólin. Ég er múslimi og held ekki upp á jólin í desember eins og þið. Mér finnst jólahaldið hér notalegt og ég tek þátt í því með því að veita fólki liðsinni eða félagsskap sem er eitt síns liðs um jól.“ Hann hefur stundum orðið fyrir fordómum en kýs að líta hjá því. „Það er nú líklega vegna nafnsins. Fólk er tortryggið þegar það veit ekki mikið um menningu annarra. Ég lifi eftir þeim gildum að það sem skipti mestu máli í þessu lífi sé að gera ólíku fólki af ólíkum uppruna kleift að lifa saman í sátt og samlyndi. Þvert á trúarbrögð og menningu,“ segir Muhammed sem er í félagsskap sem kallast Horizon þar sem friðarhugsjónin er höfð í hávegum. „Mér finnst mikilvægt að vinna gegn pólskiptri umræðu. Þróunin hefur verið þannig, gjá milli fólks með mismunandi skoðanir er sífellt að dýpka. Sú þróun er ekki góð,“ segir hann. En hvers vegna kom hann hingað? Hvað dró hann til Íslands? „Ég elska veðrið hér. Ég vil helst hafa alveg snarvitlaust veður, hríðarbyl. Andstæðurnar heilla mig og náttúruöflin. Jarðskjálftar og eldgos. Orkan hér er svo mikil,“ segir Muhammed sem starfar með námi hjá ferðaþjónustufyrirtæki sem er með ferðaleiðsögn.
Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira