Apple gerir myndband um fallega jólahefð Íslendinga Sylvía Hall skrifar 26. desember 2018 11:08 Falleg mynd af ljósaskreytingum á leiðum ástvina. Instagram Bandaríski tæknirisinn Apple hefur birt fallegt jólamyndband og myndir á Instagram-síðu sinni í samstarfi við íslenska ljósmyndarann Sögu Sig og kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Jakobsson. Myndirnar, sem allar eru teknar á iPhone síma, eru teknar á Íslandi og fanga svipmyndir jólanna hér á landi í fallegu myndbandi. Myndbandið heitir „Icelandic Winter Lights“ eða Íslensk vetrarljós og segir frá þeirri hefð Íslendinga að heiðra minningu ástvina yfir jólatímann. Þar kemur fram að við Íslendingar höfum lært að lifa í myrkrinu og náttúrunni, talað um trú okkar á álfa og huldufólk sem og þá sterku trú á að ástvinir lifi áfram með okkur eftir dauðann. View this post on InstagramA post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 12:52pm PST„Í þeim skilningi er hægt að segja að dauðinn sigri ekki, og þótt að skammdegið geti verið notalegt þegar við hittumst þá komum við saman með ljós í hjartanu.“ Sögumaður myndbandsins segir frá því að faðir hennar hafi eitt sinn sagt að myrkrið geri okkur betur í stakk búinn til þess að takast á við erfiðar áskoranir, bæði í lífinu og sálinni. „Ljós getur ekki verið til eitt í tómarúmi og myrkrið þrífst ekki án ljóss.“ Myndirnar og myndbrotin eiga það sameiginlegt að bera með sér myrkur vetrarins í bland við ljósadýrð jólaljósanna. Á myndunum má meðal annars sjá fallega skreytta kirkjugarða og hráa náttúrufegurð landsins sem Saga og Ágúst ná að sýna á einstakan hátt í herferðinni. Hér að neðan má sjá myndbandið í fullri lengd. View this post on Instagram Photographer Saga Sig shares the significance of light in Icelandic Christmas tradition. Shot on iPhone XR 12.21 - 24, 2018 by Saga Sig and August Jakobsson. A post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 2:00pm PST Apple Jól Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira
Bandaríski tæknirisinn Apple hefur birt fallegt jólamyndband og myndir á Instagram-síðu sinni í samstarfi við íslenska ljósmyndarann Sögu Sig og kvikmyndagerðarmanninn Ágúst Jakobsson. Myndirnar, sem allar eru teknar á iPhone síma, eru teknar á Íslandi og fanga svipmyndir jólanna hér á landi í fallegu myndbandi. Myndbandið heitir „Icelandic Winter Lights“ eða Íslensk vetrarljós og segir frá þeirri hefð Íslendinga að heiðra minningu ástvina yfir jólatímann. Þar kemur fram að við Íslendingar höfum lært að lifa í myrkrinu og náttúrunni, talað um trú okkar á álfa og huldufólk sem og þá sterku trú á að ástvinir lifi áfram með okkur eftir dauðann. View this post on InstagramA post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 12:52pm PST„Í þeim skilningi er hægt að segja að dauðinn sigri ekki, og þótt að skammdegið geti verið notalegt þegar við hittumst þá komum við saman með ljós í hjartanu.“ Sögumaður myndbandsins segir frá því að faðir hennar hafi eitt sinn sagt að myrkrið geri okkur betur í stakk búinn til þess að takast á við erfiðar áskoranir, bæði í lífinu og sálinni. „Ljós getur ekki verið til eitt í tómarúmi og myrkrið þrífst ekki án ljóss.“ Myndirnar og myndbrotin eiga það sameiginlegt að bera með sér myrkur vetrarins í bland við ljósadýrð jólaljósanna. Á myndunum má meðal annars sjá fallega skreytta kirkjugarða og hráa náttúrufegurð landsins sem Saga og Ágúst ná að sýna á einstakan hátt í herferðinni. Hér að neðan má sjá myndbandið í fullri lengd. View this post on Instagram Photographer Saga Sig shares the significance of light in Icelandic Christmas tradition. Shot on iPhone XR 12.21 - 24, 2018 by Saga Sig and August Jakobsson. A post shared by apple (@apple) on Dec 25, 2018 at 2:00pm PST
Apple Jól Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Sjá meira