Sport

Kavanagh lentur í Toronto

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Kavanagh og Haraldur Dean Nelson á Sheraton-hótelinu í gær. Það fór vel á með þeim félögum enda langt síðan þeir hittust.
Kavanagh og Haraldur Dean Nelson á Sheraton-hótelinu í gær. Það fór vel á með þeim félögum enda langt síðan þeir hittust. vísir/hbg

John Kavanagh, þjálfari Gunnars og Conor McGregor, kom til Toronto í gærkvöldi og verður að sjálfsögðu í horninu hjá Gunnari á morgun.

Kavanagh hefur ekki séð Gunna í svolítinn tíma en hefur verið í stöðugu sambandi við hann frá Írlandi á meðan æfingabúðunum stóð.

Írski þjálfarinn er orðinn heimsþekktur sem þjálfari Conors. Er við hittum á hann á hóteli UFC-kappanna í gær komst hann ekki langt án þess að vera beðinn um að sitja fyrir á mynd.

Líkt og hann er vanur tekur hann öllum slíkum beiðnum vel enda ákaflega geðugur og almennilegur náungi.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.


Tengdar fréttir

Gunnar: Þessi bardagi skiptir öllu máli

Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.

Oliveira: Ætla að rota Gunnar í fyrstu lotu

Það vantaði nákvæmlega ekkert upp á sjálfstraustið hjá Alex Oliveira er við hittum hann í gær og engu líkara en hann búist við auðveldum bardaga. Hann var mjög slakur á því og dansaði um tíma í viðtalinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.