Sport

Mikið spurt um Conor á blaðamannafundi Gunnars

Henry Birgir Gunnarsson í Toronto skrifar
Gunnar á blaðamannafundinum í dag.
Gunnar á blaðamannafundinum í dag. vísir/hbg

Gunnar Nelson var búinn með fyrsta kaffibolla dagsins og nokkuð ferskur er hann mætti blaðamannahernum í Toronto í dag.

Eftir svona þrjár spurningar um hann sjálfan var byrjað að spyrja Gunnar út í Conor McGregor. Gunnar gat ekki tekið þátt í undirbúningi Conors fyrir bardagann gegn Khabib Nurmagomedov. Það hefði klárlega hjálpað Íranum mikið að fá aðstoð frá okkar manni.

Gunnar segir það miður að hafa ekki getað hjálpað til vegna meiðsla. Hann lofar því að hjálpa vini sínum er þeir mætast næst. Gunnar sagðist sjá hvar hægt væri að gera betur gegn Khabib.

Annars var Gunnar góður á fundinum og fékk blaðamenn nokkrum sinnum til þess að hlæja dátt.

Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á laugardag.


Tengdar fréttir

Gunnar: Þessi bardagi skiptir öllu máli

Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson er hann berst gegn Alex Oliveira á laugardag. Tap kastar honum langt aftur í goggunarröðinni en sigur kemur honum aftur í umræðuna í bardaga gegn þeim bestu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.