Innlent

Vonar að fá dæmi séu til um jafn gróf ummæli og á Klausturbar

Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar

Una Hildardóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, segir þau sterku viðbrögð og samheldni sem endurspeglast í Klaustursmálinu vera Metoo byltingunni að þakka. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir samfélagið hafa tekið miklum breytingum síðasta árið eins og sjáist á viðbrögðum Alþingis síðustu daga.

Fyrsti hópurinn sem steig fram hér á landi í #metoo byltingunni voru stjórnmálakonur. Þær sýndu samstöðu þvert á flokka og kröfðust þess að  kynferðislegt ofbeldi og áreiti yrði upprætt á vinnumarkaði og á vinnustað þeirra. Í kjölfarið stigu konur í Sviðslistum fram og svo bættust þúsundir kvenna við úr flestum starfsstéttum. Sonja, formaður BSRB, hefur heyrt gagnrýnisraddir á byltinguna en blæs á þær. Hún vonist til þess að fá dæmi séu til um jafngróf ummæli og voru látin falla á Klaustursbar.

„Það koma alltaf fram þessi sjónarmið í hvert skipti sem að byltingar eiga sér stað, eins og #metoo byltingin. Margir sem eru á móti því hvaða róttækni fylgir þessu. Við þurfum hins vegar að halda áfram til að breyta umræðunni og þroskast. Við sjáum mörg dæmi þess, að til dæmis fyrir þó nokkrum árum síðan, komst í hámæli umfjöllun um að það væri í lagi að nauðga konum og átti það a lækna þær af femínisma. Þetta þykir ótækt í dag,“ segir Sonja.

Una Hildardóttir, varaþingmaður VG.

Leikhúsið stóð í björtu báli eftir #metoo og voru allnokkrir leikhúsmenn reknir í kjölfar frásagna kvenna þar. Byltingin virðist taka lengri tíma að skila sér inn í vinnustaðamenninguna á Alþingi en Una Hildardóttir, varaþingmaður VG, segir byltinguna hafa skilað okkur þeim viðbrögðum og samheldni sem á sér stað í kjölfar Klaustursmálsins.

„fólk er ekki ein smeykt við að stíga fram og tala um áreitni. Sérstaklega ef maður horfir á viðtalið við Lilju Alfreðsdóttur úr Kastljós. Ég hefði ekki ímyndað mér fyrir ári síðan að ráðherra hefði stigið fram í viðtali og segja frá þessum andlegu áhrifum sem áreiti og ofbeldi hefur á þolendur,“ segir hún.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.