Sport

Spiluðu óvart þjóðsönginn sem var tekinn úr notkun fyrir 40 árum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íranir eru öflugir í tækvondó.
Íranir eru öflugir í tækvondó. Vísir/Getty
Íranir fögnuðu flottum sigri á HM í tækvondó á Taipei á dögunum en fengu síðan algjör sjokk í verðlaunaafhendingunni.

Íran vann þarna gull í tvíkeppni kvenna 30 ára og eldri og þær fögnuðu vel í mótslok. Þá var komið að því að fá gullverðlaunin sín um hálsinn og hlusta á þjóðsönginn sem heyrist nú ekki alltof oft á íþróttakeppnum sem þessum.

Mótshaldarar bjuggust greinilega ekki alveg við þessum sigri íranska liðsins og gerðu stór mistök, mistök sem hefur mógað heila þjóð.  BT segir frá.

Í Íran var alræðisstjórn og keisaradæmi en árið 1979 var gerð bylting í landinu sem leiddi til klerkastjórnar Ayatollah Khomeinis og stofnunar íslamska lýðveldisins Íran.

Þjóðsöngurinn sem var við lýði þegar byltingin var gerð var tekinn út notkun og hefur ekki heyrst mikið síðan. Þar til í verðlaunaafhendingunni á Taipei.

Í stað þess að spila núverandi þjóðsöng Írans var spilaður 40 ára gamall þjóðsöngur sem minnri Írana á gamla keisaradæmið. Það mátti heyra klið í salnum eftir að þjóðsöngurinn var búinn en í framhaldinu hafa Íranir líka látið heyra í sér og kvartað formlega.

Þjóðsöngurinn sem var spilaður fyrir mistök er hér fyrir neðan.

Þjóðsönginn sem átti að spila má sjá hér fyrir neðan frá síðustu Asíuleikum í fótbolta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×