Lífið

Geimskot séð utan úr geimnum

Sylvía Hall skrifar
Myndbandið þykir líkjast atriði úr bíómynd.
Myndbandið þykir líkjast atriði úr bíómynd. Skjáskot
Geimskot rússnesku geimflaugarinnar MS-10 var tekið upp af geimfaranum Alexander Gerst í svokölluðu „timelapse“ eða hraðmynd. Myndbandið þykir afar stórfenglegt en það var tekið upp þann 16. nóvember síðastliðinn og sýnir geimskotið utan úr geimnum.

Gerst var staddur í Alþjóðlegu geimstöðinni (ISS) í rúmlega fjögur hundruð kílómetra hæð þegar myndbandið var tekið og sést þegar flaugin tekur á loft og brýst í gegnum lofthjúpinn.

Sjón er sögu ríkari og má sjá myndbandið hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.