Juncker segir Brexit vera harmleik Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 09:33 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel. Getty/Sean Gallup Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Þetta er sorglegur dagur. Að sjá ríki eins og Stóra-Bretland… yfirgefa ESB er ekki gleðistund eða fagnaðarmál. Þetta er sorgleg stund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þegar hann mætti til fundarins. Dalia Grybauskaite, forseti Litháen, sagðist ekki trúa því að skilnaður geti falið í sér nokkuð gott. „Það er ekkert gott í þessu, það á við báða aðila. Við erum ekki sérstaklega glöð,“ sagði Grybauskaite.Pólitísk yfirlýsing um framtíðarsamskipti Fundurinn hófst klukkan 8:30 að íslenskum tíma, en leiðtogarnir ætla sömuleiðis að samþykkja sameiginlega, pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær bréf til bresku þjóðarinnar þar sem hún biðlaði til hennar að fylkja sér á bakvið Brexit-samninginn. Sagði hún samninginn lofa „bjartri framtíð“ og að útgangan á næsta ári muni marka upphaf endurnýjunar og sátta fyrir Bretland.Sömdu um Gíbraltar Samkomulag náðist í gær um málefni Gíbraltar, en Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hafði hótað því að sniðganga leiðtogafundinn í dag myndi það ekki takast. Framundan eru fleiri erfiðir dagar fyrir May sem þarf nú að sannfæra meirihluta bresks þingheims um ágæti Brexit-samningsins. Bretland mun formlega ganga úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi. Samningurinn er hins vegar þannig að nokkur tími muni líða áður en einstaklingar og fyrirtæki munu taka eftir stærri breytingum. Sérstakur aðlögunartími tekur við við útgöngu og stendur fram til ársloka 2020, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Á þeim tíma eiga bresk stjórnvöld og ESB að semja frekar um ýmsa þætti sem snúa að breyttum veruleika. Bretland Brexit Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57 Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Þetta er sorglegur dagur. Að sjá ríki eins og Stóra-Bretland… yfirgefa ESB er ekki gleðistund eða fagnaðarmál. Þetta er sorgleg stund og þetta er harmleikur,“ sagði Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, þegar hann mætti til fundarins. Dalia Grybauskaite, forseti Litháen, sagðist ekki trúa því að skilnaður geti falið í sér nokkuð gott. „Það er ekkert gott í þessu, það á við báða aðila. Við erum ekki sérstaklega glöð,“ sagði Grybauskaite.Pólitísk yfirlýsing um framtíðarsamskipti Fundurinn hófst klukkan 8:30 að íslenskum tíma, en leiðtogarnir ætla sömuleiðis að samþykkja sameiginlega, pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og ESB. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, birti í gær bréf til bresku þjóðarinnar þar sem hún biðlaði til hennar að fylkja sér á bakvið Brexit-samninginn. Sagði hún samninginn lofa „bjartri framtíð“ og að útgangan á næsta ári muni marka upphaf endurnýjunar og sátta fyrir Bretland.Sömdu um Gíbraltar Samkomulag náðist í gær um málefni Gíbraltar, en Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hafði hótað því að sniðganga leiðtogafundinn í dag myndi það ekki takast. Framundan eru fleiri erfiðir dagar fyrir May sem þarf nú að sannfæra meirihluta bresks þingheims um ágæti Brexit-samningsins. Bretland mun formlega ganga úr sambandinu þann 29. mars næstkomandi. Samningurinn er hins vegar þannig að nokkur tími muni líða áður en einstaklingar og fyrirtæki munu taka eftir stærri breytingum. Sérstakur aðlögunartími tekur við við útgöngu og stendur fram til ársloka 2020, með möguleika á tveggja ára framlengingu. Á þeim tíma eiga bresk stjórnvöld og ESB að semja frekar um ýmsa þætti sem snúa að breyttum veruleika.
Bretland Brexit Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57 Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Sjá meira
May hvetur bresku þjóðina til að styðja útgöngusáttmálann Segir þennan sáttmála þjóna öllum, hvort sem þeir vildu vera í ESB eða ekki. 24. nóvember 2018 22:57
Spánn mun greiða atkvæði með Brexit eftir samkomulag um málefni Gíbraltar Ríkisstjórn Spánar hefur komist að samkomulagi við Bretland og Evrópusambandið um málefni Gíbraltar. 24. nóvember 2018 16:46