Sport

Þjálfarinn og bikarinn urðu fyrir bjórárás

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Til hægri má sjá ljósmyndara Boston Globe bjarga því að bjórdós fari í stjörnu Red Sox, Mookie Betts.
Til hægri má sjá ljósmyndara Boston Globe bjarga því að bjórdós fari í stjörnu Red Sox, Mookie Betts. vísir/getty
Sigurskrúðganga hafnaboltameistara Bandaríkjanna, Boston Red Sox, gekk ekki áfallalaust fyrir sig í gær því borgarbúar köstuðu bjórdósum ítrekað í sigurvagnana.

Á síðustu árum hefur myndast hefð fyrir því að kasta bjór á vagnana og leikmenn hafa oft gripið þá og síðan drukkið. Þetta getur þó verið hættulegt athæfi eins og sannaðist í gær.





Þjálfari Red Sox, Alex Cora, fékk bjórdós í sig og 19 ára strákurinn sem kastaði henni var handtekinn. Tvítug kona í einum sigurvagninum fékk skurð á nefið er bjórdós lenti á andliti hennar.

Svo náði einhver að hitta beint í sjálfan bikarinn sem var allur beyglaður í kjölfarið. Leikmenn voru hundfúlir með þetta og hafa kallað eftir því að þessi vitleysa hætti.


Tengdar fréttir

Boston Red Sox meistari í níunda sinn

Boston Red Sox er sigurvegari MLB deildarinnar í hafnabolta í níunda sinn í sögunni eftir 5-1 sigur á Los Angeles Dodgers í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×