Sport

Leikmenn Red Sox heimsækja líklega Hvíta húsið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry tekur hér við bikarnum eftir að Red Sox varð meistari í nótt.
Henry tekur hér við bikarnum eftir að Red Sox varð meistari í nótt. vísir/getty
John W. Henry, eigandi Boston Red Sox og Liverpool, býst því að nýkrýndir meistarar Red Sox mæti í heimsókn til Donald Trump.

Löng hefð er fyrir því að sigurvegararnir í stærstu íþróttum Bandaríkjanna heimsæki forsetann. Mikil breyting hefur orðið á því síðan Trump varð forseti. Fæstir vilja fara.

Henry virðist þó spenntur fyrir því að kíkja í kaffi til Trump.

„Ég held við munum fara. Þetta er sérstakt lið og við sjáum til hvað þeir vilja gera en ég myndi telja það líklegt,“ sagði Henry.

Síðustu NBA-meistarar hafa ekki farið í Hvíta húsið og LeBron James, þáverandi leikmaður Cleveland, kallaði forsetann þá ræfil.

NFL-meistarar Philadelphia Eagles fóru ekki heldur. Það ætluðu fáir að fara og Trump dró því heimboðið til baka. Árið áður var slöpp mæting frá New England Patriots.


Tengdar fréttir

Boston Red Sox meistari í níunda sinn

Boston Red Sox er sigurvegari MLB deildarinnar í hafnabolta í níunda sinn í sögunni eftir 5-1 sigur á Los Angeles Dodgers í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×