Sport

Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pétur Marinó og Ásgeir Börkur.
Pétur Marinó og Ásgeir Börkur.

Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson.

Gunnar Nelson stígur inn í búrið í byrjun desember er hann mætir Brassanum Alex Oliveira.

„Þetta er hættulegur bardagi fyrir Gunna. Ég er hræddari við þennan en Neil Magny til að mynda. Þetta er flottur bardagi fyrir Gunna og stórt kvöld sem hann er að keppa á,“ segir Pétur Marinó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson er líka spenntur.

„Ég get ekki beðið eftir því að sjá Gunna svæfa hann.“

Sjá má þáttinn og alla umræðuna hér að neðan. Við minnum svo á Búrið á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir UFC 230.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.