Biðin eftir ábót af blönduðu salati og hrærðum eggjum lengist Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2018 19:14 Kelsey Grammer, fyrir miðju, ásamt leikurum þáttanna um Frasier Crane. Leikarinn Kelsey Grammer hafði lýst yfir áhuga að koma sjónvarpsþáttunum Frasier aftur á dagskrá. Þættirnir voru sýndir við miklar vinsældir á tíunda áratug síðustu aldar en þeir sögðu frá lífi og störfum geðlæknisins Frasier Crane sem flytur aftur til heimaborgar sinnar Seattle. Frasier birtist fyrst á skjánum sem karakter í þáttunum Cheers, eða Staupasteini. Þar gerist hann útvarpsþáttastjórnandi sem veitir hlustendum ráð í beinni útsendingu á milli þess sem hann á í skrautlegum samskiptum við bróður sinn og föður.Ellefur þáttaraðir voru gerðar áður en framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Nú mörgum árum síðar er Grammer í leit að góðum hugmyndum til að endurgera þættina en segist enn ekki hafa heyrt eina góða. 25 ár eru síðan fyrsti þátturinn var frumsýndur og voru leikararnir viðstaddir pallborðsumræður á USC gamanráðstefnunni um liðna helgi þar sem þeir ræddu meðal annars mögulegt framhald.Grammer sagðist hafa hitt fjölda handritshöfunda en hugmyndirnar hafi ekki kveikt áhuga. „Engin þeirra hefur haft þennan neista sem við leitum að,“ sagði Grammer og bætti við að leikarnir hefðu ekki áhuga á að fylgja nákvæmlegu sömu uppskrift aftur.Grammer bætti við að það kæmi ekki til greina að gera þættina án þeirra sem léku í þeim áður, þar á meðal David Hyde Pierce, sem lék bróður Frasier, Jana Leeves og Peri Gilpin. Sá sem lék föður Frasier, John Mahoney, lést í febrúar síðastliðnum. Það verður því nokkur bið eftir ábót af blönduðu salati og hrærðum eggjum ef marka má þessar fregnir af gangi mála þegar kemur að nýjum Frasier þáttum. Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikarinn Kelsey Grammer hafði lýst yfir áhuga að koma sjónvarpsþáttunum Frasier aftur á dagskrá. Þættirnir voru sýndir við miklar vinsældir á tíunda áratug síðustu aldar en þeir sögðu frá lífi og störfum geðlæknisins Frasier Crane sem flytur aftur til heimaborgar sinnar Seattle. Frasier birtist fyrst á skjánum sem karakter í þáttunum Cheers, eða Staupasteini. Þar gerist hann útvarpsþáttastjórnandi sem veitir hlustendum ráð í beinni útsendingu á milli þess sem hann á í skrautlegum samskiptum við bróður sinn og föður.Ellefur þáttaraðir voru gerðar áður en framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Nú mörgum árum síðar er Grammer í leit að góðum hugmyndum til að endurgera þættina en segist enn ekki hafa heyrt eina góða. 25 ár eru síðan fyrsti þátturinn var frumsýndur og voru leikararnir viðstaddir pallborðsumræður á USC gamanráðstefnunni um liðna helgi þar sem þeir ræddu meðal annars mögulegt framhald.Grammer sagðist hafa hitt fjölda handritshöfunda en hugmyndirnar hafi ekki kveikt áhuga. „Engin þeirra hefur haft þennan neista sem við leitum að,“ sagði Grammer og bætti við að leikarnir hefðu ekki áhuga á að fylgja nákvæmlegu sömu uppskrift aftur.Grammer bætti við að það kæmi ekki til greina að gera þættina án þeirra sem léku í þeim áður, þar á meðal David Hyde Pierce, sem lék bróður Frasier, Jana Leeves og Peri Gilpin. Sá sem lék föður Frasier, John Mahoney, lést í febrúar síðastliðnum. Það verður því nokkur bið eftir ábót af blönduðu salati og hrærðum eggjum ef marka má þessar fregnir af gangi mála þegar kemur að nýjum Frasier þáttum.
Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira