Fjárhagslegur ávinningur af sólarskoðun Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. október 2018 20:30 Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Geimfarið Parker varð í gær það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir mikinn fjárhagslegan ávinning af því að rannsaka sólina og sólstorma sem geta valdið rafmagnsleysi á jörðinni. Geimferðastofnunin NASA skaut Parker á loft í ágúst en geimfarið á að rannsaka sólina næstu sex árin. Leiðangurinn kostar 1,5 milljarð Bandaríkjadala, eða um 180 milljarða króna. Í gær var 42 ára gamalt met geimfarsins Helios slegið þegar Parker varð það geimfar sem næst hefur komist sólu. Sævar Helgi Bragason segir þetta mikil tímamót sem hafi verið í undirbúningi síðustu hálfa öldina. „Þetta er eitt af þeim fyrstu verkefnum sem menn létu sig dreyma um eftir að geimöld hóst. Að fljúga eins nálægt sólinni og hægt er til að skilja hana eins vel og unnt er," segir Sævar. Meginverkefnið er að rannsaka kórónuna sem umlykur sólina. „Kórónan er nefnilega uppspretta rafhlaðinna agna sem við köllum sólvindinn. Þegar sólvindurinn rekst á jörðina fáum við norðurljós en þegar sólvindurinn leikur um jörðina getur hann einnig spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt í rafveitukerfi og slegið út rafveitukerfi. Þannig að fjárhagslegur ávinningur af því að skilja hvernig þessir sólstormar verða til og að geta spáð fyrir um þá," segir Sævar.Þegar geimfarið kemst næst sólu, sem verður árið 2024, mun það einnig ná öðrum sögulegum áfanga og verða hraðskreiðasti manngerði hluturinn. Þá svífur farið áfram á 192 kílómetra hraða á sekúndu og gæti þannig til dæmis náð frá Reykjavík til Akureyrar á tveimur sekúndum. Þar að auki verður það í sögulegum hita. „Þá finnur það fyrir hitastigi sem er svona 1.300 gráður, sem er álíka heitt og hraun sem kemur ur eldfjalli. Þannig að tæknin sem er þróuð til að smíða þetta geimfar getur kannski nýst okkur í náinni framtíð við kannski betri raftæki eða nýtnari hluti," segir Sævar Helgi.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira