Innlent

Vilja áfram heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir

Sylvía Hall skrifar
Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu,
Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri Barnaverndarstofu, Fréttablaðið/Anton Brink
Barnaverndarstofa vill auka frjálsræði í nafngiftum en segir mikilvægt að hægt sé að grípa inn í. Þetta kemur fram í umsögn Barnaverndarstofu um frumvarp til laga um mannanöfn sem Þorsteinn Víglundsson leggur fram ásamt fimm öðrum þingmönnum.Í umsögninni segir að dæmi séu um að nöfn barna verði þeim til ama, bæði eiginnöfn eða kenninöfn, og mikilvægt sé að börnum séu ekki gefin nöfn sem hafi slæm áhrif á þeirra sjálfsmynd og sjálfsvitund. Sárafá dæmi séu um slíkt en mikilvægt sé að stöðva slíkar nafngiftir.„Miklu máli skiptir að nafngiftin frá upphafi sé þannig að sú ákvörðun sé ekki til þess fallin að valda barninu sálrænu og tilfinningalegu tjóni. Barnaverndarstofa telur því mikilvægt  að hægt sé að stöðva slíkar nafngiftir, enda er það almennt viðurkennt, bæði af dómstólum hér á landi sem og alþjóðlegum og/eða fjölþjóðlegum mannréttindanefndum og -dómstólum, að friðhelgi einkalífs, heimili og fjölskyldu sé ekki án takmarkana og hægt sé að takmarka það friðhelgi vegna ríkari hagsmuna annarra,“ segir í umsögninni.Þá telur Barnaverndarstofa að áfram verði heimild í lögum til þess að stöðva nafngiftir sem talið er að verði börnum til ama og að löggjafinn feli opinberum aðila áfram það hlutverk að því verði framfylgt verði mannanafnanefnd lögð niður.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.