Síðasta flug til Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 26. október 2018 21:15 Síðustu farþegarnir ganga um borð á Reykjavíkurflugvelli í morgun. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. Hér eftir verður flugið frá Keflavík. Myndir frá síðustu brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1963 sem Flugfélag Íslands hóf Færeyjaflug frá Reykjavíkurflugvelli, fyrst eitt og sem hluta af Kaupmannahafnarflugi, en síðan í samstarfi við Færeyinga. Undanfarinn aldarfjórðung hafa færeyskar þotur sinnt fluginu.Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En í dag var komið að kveðjustund; Atlantic Airways þotan Elinborg var að taka síðustu farþegana í morgun. Félagið er að skipta yfir í stærri Airbus-þotur, sem krefjast lengri brauta og taka fleiri farþega, sem litla flugstöðin rúmar engan veginn. „Það er erfitt að fara um flugstöðina hér í Reykjavík því hún er svo lítil. Auk þess eru flugbrautirnar hérna of stuttar til að stórar flugvélar geti lent hérna,“ segir Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways. „Meginástæðurnar eru flugbrautirnar. En auðvitað er stærri vél með kannski 180 farþegum, - það er einfaldlega of stór eining í millilandahluta flugstöðvarinnar okkar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lengi hefur verið rætt um nýja flugstöð í Reykjavík en ekkert bólar á framkvæmdum. „Við höfum í gegnum áratugina verið að vinna að ýmsum leiðum hér til að laga aðstöðuna okkar. Og það er ekkert endanlegt komið á borðið þar. En við höfum verið að bíða eftir samgöngumiðstöð, við höfum verið að bíða eftir ýmsum leiðum,“ segir Árni. Og Færeyingar munu sakna þess að geta ekki lent í Reykjavík. „Það er frábært að lenda í Reykjavík. Farþegarnir vilja helst lenda í Reykjavík því þar ertu í miðri borginni. En með stærri flugvélar neyðumst við til að lenda í Keflavík,” segir Rasmus Niclasen en bætir við að það geti jafnframt verið hagstætt fyrir farþega í Ameríkuflugi að fá tengingu í Keflavík.Airbus A-319 þota Atlantic Airways í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun.Stöð 2/KMU.Þotur Færeyinga eru einu þoturnar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll í beinu áætlunarflugi. Airbus-þoturnar hafa jafnframt verið stærstu vélarnar í reglubundnu flugi um völlinn. En það var athyglisvert að fylgjast með þessu síðasta flugtaki í morgun, þotan var ekki búin með nema um þriðjunginn af brautinni þegar hún tók sig til flugs. Rúmri klukkustund síðar var hún lent í Færeyjum. Hér má sjá brottför Færeyjaflugsins frá Reykjavík: Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Færeyja lauk í dag, 55 árum eftir að flugsamgöngur hófust á milli höfuðborgar Íslands og nánustu frændþjóðar Íslendinga. Hér eftir verður flugið frá Keflavík. Myndir frá síðustu brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Það var árið 1963 sem Flugfélag Íslands hóf Færeyjaflug frá Reykjavíkurflugvelli, fyrst eitt og sem hluta af Kaupmannahafnarflugi, en síðan í samstarfi við Færeyinga. Undanfarinn aldarfjórðung hafa færeyskar þotur sinnt fluginu.Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.En í dag var komið að kveðjustund; Atlantic Airways þotan Elinborg var að taka síðustu farþegana í morgun. Félagið er að skipta yfir í stærri Airbus-þotur, sem krefjast lengri brauta og taka fleiri farþega, sem litla flugstöðin rúmar engan veginn. „Það er erfitt að fara um flugstöðina hér í Reykjavík því hún er svo lítil. Auk þess eru flugbrautirnar hérna of stuttar til að stórar flugvélar geti lent hérna,“ segir Rasmus Niclasen, stöðvarstjóri Atlantic Airways. „Meginástæðurnar eru flugbrautirnar. En auðvitað er stærri vél með kannski 180 farþegum, - það er einfaldlega of stór eining í millilandahluta flugstöðvarinnar okkar,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lengi hefur verið rætt um nýja flugstöð í Reykjavík en ekkert bólar á framkvæmdum. „Við höfum í gegnum áratugina verið að vinna að ýmsum leiðum hér til að laga aðstöðuna okkar. Og það er ekkert endanlegt komið á borðið þar. En við höfum verið að bíða eftir samgöngumiðstöð, við höfum verið að bíða eftir ýmsum leiðum,“ segir Árni. Og Færeyingar munu sakna þess að geta ekki lent í Reykjavík. „Það er frábært að lenda í Reykjavík. Farþegarnir vilja helst lenda í Reykjavík því þar ertu í miðri borginni. En með stærri flugvélar neyðumst við til að lenda í Keflavík,” segir Rasmus Niclasen en bætir við að það geti jafnframt verið hagstætt fyrir farþega í Ameríkuflugi að fá tengingu í Keflavík.Airbus A-319 þota Atlantic Airways í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli í morgun.Stöð 2/KMU.Þotur Færeyinga eru einu þoturnar sem notað hafa Reykjavíkurflugvöll í beinu áætlunarflugi. Airbus-þoturnar hafa jafnframt verið stærstu vélarnar í reglubundnu flugi um völlinn. En það var athyglisvert að fylgjast með þessu síðasta flugtaki í morgun, þotan var ekki búin með nema um þriðjunginn af brautinni þegar hún tók sig til flugs. Rúmri klukkustund síðar var hún lent í Færeyjum. Hér má sjá brottför Færeyjaflugsins frá Reykjavík:
Færeyjar Tengdar fréttir Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43 Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30 Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30 Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina Nýjasta stolt kanadískrar flugvélaframleiðslu, stærsta farþegaþota Bombardier, millilenti í Reykjavík eftir flugprófanir og sýningarflug í Evrópu. 7. október 2016 21:43
Miðstöð innanlandsflugs á BSÍ í framtíðinni Þrjár hugmyndir eru lagðar til um nýja flugstöð fyrir innanlandsflugið. Allar í Vatnsmýri 31. maí 2018 18:30
Vilja opna á meira millilandaflug úr Reykjavík með hljóðlátari þotum Isavia vill að opnað verði á meira millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli, bæði til að létta á Keflavíkurflugvelli og til að stytta ferðatíma flugfarþega. 21. júlí 2017 18:30
Færeyjaflug flyst frá Reykjavík vegna stærri flugvéla og lítillar flugstöðvar Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur ákveðið að hætta að nota Reykjavíkurflugvöll í millilandaflugi milli Íslands og Færeyja. 7. september 2018 20:30